03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2106 í C-deild Alþingistíðinda. (1389)

95. mál, málskostnaður

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Eg hefi nú hlustað á mótbárur, þær sem fram komnar eru hér í deildinni gegn þessu máli. Af þeim virðist mér að eins ein vera nokkurs virði. Það er ástæðan, sem háttv. þm. Vestm. (J. M.) kom með um, að nefndinni hefir skotist yfir að taka fram, hvað gera skyldi við þá menn, sem ekki mæta fyrir sáttanefnd, hvort þá ætti að dæma í málskostnað eða ekki. Það er rétt, að nefndin hefir gleymt þessu atriði, en þetta mætti lagfæra við 3. umr. Hitt get eg ekki fallist á, sem hann sagði um það, er menn fara í mái út úr tveim til þrem krónum. Ef farið er í mál að ástæðulausu, þá vinst málið ekki, og þá er hart að þurfa að greiða málskostnað fyrir þann sem sýknaður er. Það er gömul erfðasynd hjá öllum dómurum þessa lands, að þeir dæma aldrei nógu háan málskostnað. Eg skal segja eitt dæmi því til sönnunar, hvað þetta er hart. Maður í Hafnarfirði stefndi manni. Eg flutti málið fyrir stefnda. Eg gerði þrjár ferðir til Hafnafjarðar, og vann málið. En hvað haldi þið að eg hafi fengið í málskostnað fyrir þrjár ferðir til Hafnafjarðar, hest, vagn og tímaeyðslu? — 10 krónur — tíu krónur.

Það er líka nokkuð hart að geta ekki innheimt smáskuldir, vegna þess að maður fær aldrei fullan máiskostnað. Allir þekkja það, að blaðaskuldir eru gersamlega óinnheimtanlegar.

Háttv. 1. þm. Eyf. (St. St.) sagði, að það væri hart að dæma þann mann í málskostnað, sem aliar líkur væri til um, að væri sýkn saka. Eg vil spyrja hann, hvort honum finnist ekki líka hart að sekta sækjanda fyrir líkur, sem engin vissa er fyrir. Stefndi beit það fyrir fram, hvort hann hefir sýknugögn eða ekki. Annars veit hann, að nú eru bókfærð öll viðskifti samkvæmt lögum um leið og þau gerast. Sömuleiðis fær hver maður kvittun um leið og hann borgar, samkvæmt lögum þessum. Hafi maður tapað kvittuninni og ekkert finst bókfært um greiðslu skuldarinnar í bókum verzlunarinnar, þá er ekki til neins að þrjóskast við að borga. Eg vona, að háttv. deild taki vel í þetta mál. Góðir lögfræðingar, eins og háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.) og háttv. þm. Borgf. (Kr. J.), sem einnig er háyfirdómari, hafa athugað málið í nefndinni. Og þó að þeim, eins og okkur hinum nefndarmönnunum, hafi skotist yfir að koma með ákvæði um það, hvað gera skuli við menn, sem ekki hafa mætt fyrir sáttanefnd. þá má laga það við 3. umr.