03.09.1913
Neðri deild: 50. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2109 í C-deild Alþingistíðinda. (1391)

95. mál, málskostnaður

Framsögum. (Jón Ólafsson):

Herra forseti! Mér þykir ilt að frumvarpið skuli sæta mótmælum frá jafn lögfróðum manni og háttv. 1. þm. Rvk. (L. H. B.). En eg hugga mig við það, að hann hefir stundum sýnt meiri skarpleika en nú. Hann sagði, að þetta mundi ekki efla friðinn. Sá af nefndarmönnum, sem mesta reynslu hafði í þess konar efnum, áleit að þessi lög mundu fækka málaferlum, enda virðist það auðsætt. Ef einhver veit að hann hefir þann málstað, að málið hlýtur að tapast, þá verður hann fúsari til þess að sættast, en fara í mál, ef hann veit að málskostnaður fellur jafnframt. á hann. Eins og nú er, fara margir í mál, bara til þess að draga á langinn úrslitin, en ef þetta frumvarp yrði að lögum, mundu fleiri í þessstað taka sanngjörnum kröfum málsóknarlaust.

Þá sagði háttv. þingmaður að þetta kæmi hart niður á þeim, Sem vilja borga, en geta ekki. En það er þvert á móti. Ráðvandir menn komast ætíð að góðum skilmálum, því að flestir vilja heldur magra sætt, en feitan »process«. Nú fá menn hegningarólina lengda, og hugsa að það kosti ekki nema 5–6 króna tap.

Þar sem hann mintist á lög um verzlunarbækur, skal eg taka það fram, að þar er sízt um mikinn kostnað að ræða. Mál sem út af þeim rísa, eru venjulega einföld og geta aðiljar venjulega flutt þau sjálfir án þess að hafa málaflutningsmenn. Geti skuldunautur alis ekki borgað, á hann að lýsa sig gjaldþrota.

Eitt þótti mér fáránlegt í ræðu hans og bera vott um úreltan hugsunarhátt. Hann var að tala um það, að ef innheimtan væri gerð auðveldari, þá yrði lánað frekar en ella. Í öllum öðrum siðum löndum er sú stefna ríkjandi, að gera mönnum sem greiðastan aðgang að lánstraustinu, og þá verður um leið að gera innheimtuna auðvelda. Ef hún er kostnaðarsöm og erfið, þá gengur öllum ver að fá sér lán, en hér hefir það alt af verið efst á baugi frá því fyrst, að vér fengum lögin um varnarþing í skuldamálum, að það er eins og menn haldi að það sé böl að menn geti fengið lán. Það ættu þó allir að víta, að það er hagur að hafa lánstraust, en hitt er hvers manna eigin skuld, hvernig hann fer með það. Eg álít og veit, að það miðar til þess- að efla skilvísi, ef mönnum er gerður greiðari aðgangur að innheimtu. Svo er þess að gæta, að hér er ekki eingöngu átt við skuldamál, heldur öll mál yfirleitt, og þegar menn fara í mál, þá hafa þeir að jafnaði hugboð um hvers vænta má, og ef lítil eða engin útsjón er til að vinna málið, þá hika menn sér fremur ef þessi ákvæði yrðu að lögum, svo að þan mundu einmitt efla friðinn í landinu.