06.09.1913
Neðri deild: 53. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 2210 í C-deild Alþingistíðinda. (1458)

68. mál, bygging, ábúð og úttekt jarða

Framsögum. (Ólafur Briem):

Eins og nefndarálitið ber með sér, hafa töluverðar breytingar verið gerðar á frumvarpinu í efri deild. Nefndinni hér í deildinni virtist þær breytingar fremur skemma frumvarpið en laga það og hefir því lagt til, að færa frumv. að miklu leyti í sama horf, sem það var i, þegar það fór héðan úr deildinni.

Efri deild hafði felt úr 1. gr. frumv. um endurgjald fyrir unnar jarðabætur, og var sú grein að mestu leyti samhljóða 20. gr. ábúðarlaganna, með þeim breytingum, að hámark endurgjalds fyrir jarðabætur, er leiguliði vinnur á ábúðarjörð sinni umfram það sem áakilið er í byggingarbréfi, var hækkað um 1/5 úr tólffaldri í fimtánfalda afgjaldshækkun eftir mati úttektarmanna. Þessi grein leggur nefndin til að verði aftur tekin upp í frumvarpið.

Efri deild hefir gert þá breytingu á 2. gr. í frumv. neðri deildar, að hún hefir hækkað gjaldið fyrir unnar jarðabætur um 1/3 úr 1 kr. upp í kr. 1,50 fyrir hvert dagsverk. Nefndin gengur að þessari breytingu, en vill þá binda endurgjaldið við þær einar jarðabætur, er lúta að túnrækt og líklegastar eru til að koma að beztum notum til frambúðar.

Þá er 3. breytingin viðvíkjandi innlausn kúgilda á leigujörðum. Samkv. frumvarpinu, eina og það var, þegar, það fór héðan úr deildinni, var leiguIiðum í 3. og 4. grein veittur réttur til þess að losa sig við innstæðukúgildi með vissum takmörkunum. Efri deild hefir nú fært þetta saman í eina grein, og vill ekki leyfa leiguliðunum að losa sig við kúgildin, nema þegar ábúandaskifti verða á jörðinni. Þetta ákvæði telur nefndin þýðingarlaust með öllu, en verður hins vegar að halda því fram, að ákvæði, þau er neðri deild samþykti, sé góð réttarbót fyrir leiguliða, en gangi Þó ekki of nærri rétti jarðareiganda, og leggur því til að færa þetta aftur í samt lag.

Nefndin vonar, að háttv. deild samþykki breytingartillögur hennar, því að þær eru ekki annars efnis, en það sem deildin hefir áður samþykt.