08.07.1913
Efri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (1509)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Flutningsmaður (Sigurður Stefánsson):

Eg skal ekki þreyta háttv. deild með langri ræðu, þó að margt mætti í raun og veru segja um þetta mál.

Landhelgin er dýrmætasti blettur lands vors. Að vísu hefur sjávarútvegurinn á síðustu árum tekið mikilli stefnubreytingu Hann er nú rekinn miklu meir utan landhelgis en áður hefur tíðkazt. En þrátt fyrir það munu fiskiveiðar í landhelgi lengi eptirleiðis verða einn aðalþátturinn í sjávarútveg vorum, og því er mjög áríðandi að þessum atvinnuveg verði ekki spilt af mannavöldum. Það má að vísu halda því fram, að breytingar verði á þessu, fiskiveiðar innan landhelgi hverfi úr sögunni að miklu leyti, en fiskiveiðar utan landhelgi eða bornvörpuveiðar fari hins vegar vaxandi. Eg tel það mjög illa farið, ef veiðiskapur í landhelgi hyrfi. Við því verður ekki búizt, að botnvðrpuveiðar komist í hendur alls þorra manna, þeirra er sjávarútveg stunda hjer á landi, að minnsta kosti ekki í náinni framtíð, Til slíks þarf meira fje en svo, og þeim mun minni líkindi eru til þessa, þar sem fjöldi manna hefur sett stórfje í vjelarbáta á síðustu árum, og eru því ver undir slíkar breytingar búnir. Það eru því öll líkindi til, að bátaútgerðin haldi áfram. Þess ber lika að gæta um þessar veiðar, að þótt þær sjeu reknar í smáum stýl, þá sýnir reynslan, að þær eru notadrjúgar, og að miklu fleiri einstaklingar geta rekið þær en botnvörpuútveginn, sem stafar af því, hve reksturskostnaður þeirra er lítill. Hinsvegar nemur hann stórfje við botnvðrpuútveginn. Það er mjög æskilegt, að þessi útvegur vaxi og blómgvist eptirleiðis eins og hingað til, en allmikilli áhættu er hann bundinn, ekki sízt í byrjuninni, þar sem einstaklingarnir verða eins og hjer að byrja hann mestmegnis með tómu lánsfje. Mjer er sagt, að til þess að botnvörpuútgerð beri sig vel, þurfi að hald,ast í hendur góður afli og gott fiskverð. Þetta er líka suðskilið, þegar litið er á hinn feykimikla kostnað, er hann hefur í för með sjer.

Því hefur verið spáð, og sá spádómur mun sprottinn af ótta við botnvörpuútveginn, að fiskurinn hætti að ganga á grunnmið vor. En jeg hef enga trú á, að sá spádómur rætist, og þessi trú mín styðst við reynsluna. Um það leyti sem botnvðrpuveiðirnar hófust hjer við land, komu mörg fiskileysisár við Faxaflóa, og var botnvörpuveiðunum óðar kent um fiskileysið og mönnum fjelst að kalla alveg hugur, að afla fiskjar með smábátum, en svo fyltist Faxaflói aftur af fiski þrátt fyrir það, þótt botnvörpuveiðarnar hefðu vaxið stórkostlega á djúpmiðunum þessi fiskileysis. ár. Nú síðustu 4–5 árin hefur fiskur ekki gengið svo teljandi sje inn fyrir Bolungarvík á Ísafjarðardjúpi; þetta var líka kent botnvörpuveiðunum. En nú í vor gekk fiskur inn í Djúp, alla leið inn fyrir Vigur. Svona mætti sjálfsagt benda á mörg dæmi, Það virðist því fremur hæpin fullyrðing, að botnvðrpuveiðarnar tálmi fiskigöngum á grunnmið vor, en væri svo, mundi landhelgissvæðið þegar vera orðið fiskilaust eða verða það innan skamms, svo geypilega sem botnvörpuveiðarnar umhverfis landið hafa vaxið ár frá ári nú upp á síðkastið.

En það eru veiðispell botnvörpunganna í landhelgi, sem hjer er aðalatriðið. Vegna þeirra er hin mesta nauðsyn á, að grunnmiðin sjeu vernduð sem allra bezt. Þess eru óteljandi dæmi, að botnvörpungar hafa með Iögbrotum sínum gjörspilt veiði landsmanna á landhelgissvæðinu. Þótt ágætur afli hafi verið á grunnmiðum, hefur hann horfið með öllu, þegar botnvörpungar komu þangað. Þetta stafar eigi svo mjög af því, að fiskurinn fælist botnvörpungana, heldur hinu, að þeir sópa botninn á fáum dögum, svo að enginn fiskur er þar eftir. Jeg veit, að margir greindir gamlir fiskimenn vestra halda þessu fram. Það er eðlilegt, að fólki sárni, að sjá öllum aflanum gerspilt á 3–4 dögum á þeim einu sviðum, er bátar geta sótt fisk á. Þetta gerir landhelgisveiðum ómetanlegt tjón.

Jeg hygg því, að allir verði samdóma um nauðsyn landhelgisvarna. Bátaútgerðinni ríður ákaflega mikið á henni.

Til þessa höfum vjer ekki þótt svo efnum búnir, að vjer gætum tekið landhelgis varnir vorar að oss. Danir hafa, sem kunnugt er, haft þær á hendi og notið hlunninda frá oss í staðinn. Þeir mega veiða hjer í landhelginni sem landsins eigin börn, og þeir hafa auk þess fengið nokkurt fje fyrir. En þessi vörn þeirra hefur alla tíð verið ófullkomin og ófullnægjandi, og hún verður það æ því meir, sem botnvórpuútvegurinn vex. Jeg hef enga trú á því, að Danir vilji leggja fram meira fje til þessara varna, en þeir hafa gert til þessa, En þá liggur fyrir sú spurning, hvort vjer eigum enn árum saman að horfa upp á það, að grunnmiðum vorum sje spilt án þess að hefjast handa til þess, að ljetta af landinu slíkum ófögnuði. Mjer finnst þingið ekki geta lengur hlýtt allsendis aðgerðarlaust á hinar sáru kvartanir þjóðarinnar eða sjómannastjettarinnar um veiðispellin í landhelgi vegna ónógrar landhelgisvarnar; það hefur oft verið sagt, að það mætti koma þessum vörnum við á ódýrari hátt, en Dönum hefur tekizt. En löggjafarvaldið hefur aldrei gert neitt verulegt í þessu efni nje hafizt handa til að taka að sjer varnirnar. Af þessum ástæðum, sem nú eru taldar, hef jeg leyft mjer að bera frumvarp þetta fram fyrir hina hv. deild. Hjer er nú að vísu ekki farið fram á, að þingið hefjist handa til svo skjótra framkvæmda í þessu máli, sem æskilegast hefði verið, heldur að eins, að vjer nú þegar gerum ráðstafanir til þess að geta innan skamms búið oss undir, að hafa hönd í bagga með landhelgisvörninni. Og mjer þótti þá liggja beinast við, að nota fje það, er landssjóður fær sem sektarfje fyrir brot gegn lögum um botnvörpuveiðar í landhelgi. Það má ef til vill segja, að það sje ekki mikið fje, sem fæst með frumv. þessu, þó að lögum verði. En jeg vona, að eigi líði á mjög löngu, áður en vjer getum tekið til starfa. Þetta sektarfje hefur verið æðimikið sum árin. Jeg hef fengið skýrslu frá stjórnarráðinu um þessar sektir. Síðan um aldamótin hafa þær numið 322,237 kr. Það er auðsætt, að ef fje þessu hefði frá byrjun verið ráðstafað eins og fram á er farið í frv. þessu, þá hefðum vjer nú getað tekið allverulegan þátt í landhelgisvörninni.

Það er ákveðið með lögum 10. nóv. 1901, að 1/3 hluta botnvörpusektanna gangi í Fiskiveiðasjóð Íslands. Þessu er ekki breytt í frumvarpi mínu, heldur er ætlazt til, að afgangurinn, 2/3 renni í Landhelgissjóð Íslands.

Alþingi getur sjálft ráðið því, hvenær sjóður þessi tekur til starfa. En eg te! engan vata á, að landið geti tekið þátt í strandgæzlu eftir 5–6 ár, ef sektirnar verða svipaðar og að undanförnu. Mjer hefur verið sagt af mónnum, er kynt sjer hafa þetta mál, að það mætti betur verja landið en nú er gert með tveimur skipum með botnvörpuugsstærð. Þótt kostnaðurinn við þetta kunni að þykja mikill, þá er hins vegar svo mikið í húfi, að mönnum má ekki vaxa þetta of mjög í augu, og það er með öllu óviðunandi, að horfa fram á ókomna tímann, ef ekki er gert eitthvað til að kippa þessu í lag.

Þá á ef til vill ekki illa við að spyrja, hverjum augum Danir muni líta á þessar tilraunir. Ef þeir eru oss eins góðviljaðir og þeir láta í veðri vaka, þykir þeim vænt um þær. Ef það er eigi, þá er þeim mun meiri ástæða til að samþykkja þetta frv. því að þá munu þeir ekki heldur auka gæzluna sjálfir svo að um muni.

Eg skal að síðustu geta þess, að í neðri deild er komið fram frumv., um að allt sektarfjeð renni í fiskiveiðasjóð Íslands. Jeg vissi ekki um, að frumvarp þetta var á ferðinni, er jeg samdi þetta. frumv. mitt. En jeg þykist þess viss, að koma megi á samvinnu og samkomulagi í þessu efni. Og það væri því hyggilegt, að skipanefnd til að íhuga málið.