08.07.1913
Efri deild: 5. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 20 í B-deild Alþingistíðinda. (1510)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Jósef Björnsson:

Jeg er háttv, flm.(S. St.) fyllilega samþykkur um nauðsynina á að verja landhelgina. Veiðar í landhelgi hafa löngum verið mikilsverður bjarg ræðisvegur fyrir þjóðina og því þarf að verja miðin. En það eru engar likur til, að þetta verði gert sæmilega, nema með því móti, að vjer getum tekið vörnina að okkur sjálfir. Ug vjer fáum eigi byrjað á heppilegri hátt, en hjer er farið franr á, En með því að í neðri deild er komið fram frumvarp, sem ætlast til, að allar sektirnar renni í Fiskiveiðasjóð Íslands, í stað þess að eftir þessu frv. eiga 2/3 að ganga í Landhelgissjóð, eins og háttv. flm. (S, St.) gat um, virðist það nauðsynlegt til góðs samkomulags um málið og til að tryggja framgang þess, að nefnd sje sett í það og legg jeg til, að skipuð sje, 3 mannanefnd að umræðunni lokinni.