10.07.1913
Efri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 35 í B-deild Alþingistíðinda. (1520)

46. mál, veiði á Íslandi

Því verður ekki neitað, að skoðanir eru skiftar um það, hve mörgum eggjum æðarkollan geti ungað út. Jeg hef heyrt því haldið fram, að þær geti ekki ungað út nema 4–5 eggjum:

aðrir, t. d. h. þm. Ísf. (S. St.), segja þær geti ungað út 8–9 eggjum. En víst er, að einstakar kollur geta ungað út fleiri en 4–5 eggjum; um það hef jeg sjálfur reynslu.

H. þm. Strand. (G. G.) talaði um að umsjón með ungunum yrði æðarkollunum ofvaxin, ef þeir væru margir, og mundi leiða til þess, að fleiri og færri af þeim færust fyrir þá sök. En það veit jeg, að kollurnar annast ungana hver fyrir aðra, og álit jeg því, að eigi muni stafa hætta á vanrækslu á umönnun af fjölgun ungviðisins. Frv. það, er hjer liggur fyrir, á aðeins að vekja máls á því, hvort eigi beri að hindra einstaka varpeigendur í því að spilla sameiginlegri þjóðareign sern óneitanlega er gert sumstaðar og meðal. annars með eggjatöku.