10.07.1913
Efri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 36 í B-deild Alþingistíðinda. (1521)

46. mál, veiði á Íslandi

Sigurður Stefánsson:

Háttv. þingm. Skgf. hefur tekið sumt af því fram, er jeg hafði ætlað mjer að taka fram gagnvart háttv. þingm. Strand., svo jeg get verið stuttorður.

Þar sem háttv. þingm. Strand. var að tala um það, að frumv. þetta hlyti að verða til þess, að vekja virðingarleysi gagnvart lögunum og þar af leiðandi siðspillingu, þá verð jeg að játa það, að jeg get ekki fylgst með í hugsunargangi hins háttv. þingmanns. Æðarfuglinn hefur verið friðaður um langan aldur, og það er þeirri friðun að þakka, hversu mikið æðarvarp hefur aukizt hjer á landi, þrátt fyrir virðingarleysi manna fyrir friðunarlögunum. Þar sem hinn háttv. þingmaður var að tala um það, að mótstaða gegn friðun æðarfuglsins væri aðallega hjá þeim, er stæðu lægst í þjóðfjelaginu, þá er það ekki rjett hjá honum, að það sjeu aðeins dreggjar þjóðfjelagsins, ar bera litla virðingu fyrir Iögunum, því jeg veit, að margir, sem taldir eru hærra settir í þjóðfjelaginu, hafa brotið lögin og skotið æðarfugl, og jeg veit þess meira að segja dæmi, að þótt jafnvel hreppstjórar, sem gæta eiga laganna, hafi horft á það, þá hafa þeir ekki Ijóstrað brotunum upp. Og að þeir ekki gera það, kemur einvörðungu af því, hversu almenningsálitinu á lögunum er háttað. Jeg vildi taka þetta fram þegar verið er að tala um virðingarleysið fyrir lögunum, eigi einungis heima hjá þeim, sem standa á lægsta stigi í þjóðfjelaginu. Jeg er viss um það, að ef allir þeir, sem hafa sjeð drepinn æðarfugl hjer á landi, hefðu strax farið til yfirvaldsins og kært drápið, þá væri Iögunum betur hlýtt nú, en gert er, og þá myndu þau virt sem önnur lög.

Sami háttv. þingm. (Guðj. Guðl.) tók það fram, að sumstaðar þar sem egg hefðu ekki verið tekin, þar hefði æðarvarpinu ekki farið fram, en aftur á öðrum stöðum, þar sem tekin hafa verið egg, þar hefði því farið fram. Það getur vel verið, að þetta hafi komið fyrir, en það sannar ekkert, því til þess geta legið fjölmargar aðrar ástæður, sem hjer yrði oflangt mál að telja upp, til dæmis það, að sá er eggin tekur, hirði varpið að öðru leyti betur en hinn, en atriði þau, er hirðinguna snerta. eru fjölmörg, aðhlynning á hreiðrum, eyði- og vargs og að fæla hann frá varpinu, o. fl., sem jeg skal ekki fara út í.

Jeg get verið sammála hinum háttv. þingm. Strand. (Guðj. Guðl.) um það, að örðalag frumvarpsins gæti verið skýrara, en úr því má bæta, og það er alls ekki ætlun flutningsmanna, að banna varpeigendum að hirða æðaregg til eigin notkunar, enda getur það oft verið nauðsynlegt og beinlínis heyrt undir góða hirðingu, að taka egg. En þó eigendurnir hirði eggin, þá hafa þeir eftir núverandi lögum eigi leyfi til þess að selja þau, svo frumv. þetta er eigi á neinn hátt neitt atvinnutjón; það sem frumv. breytir núverandi lögum, er það eitt, að það bannar að gefa æðaregg. Og það væri framför að því, að eggjagjafirnar hyrfu. Jeg hygg, að flestir varpeigendur verði að játa, og svo er um mig, að eggjagjafir þeirra hafi fremur lent hjá efnamönnum heldur en fátæklingunum, sem þessara matgjafa þurfa þó frekar. Yfir höfuð eru flestir varpeigendur efnamenn og eins og gengur eru kunningjar þeirra fleiri í hóp jafningja þeirra í þjóðfjelaginu en hinna; að því leyti er það eðlilegt, að þessar gjafir falli fremur í skaut efnamannanna, en víst er um það, að enginn auðgast af gjöfum þessum og þótt þær lentu eingöngu hjá fátæklingunum; þá væri þeim næsta lítil hjálp í þeim til framfærslu, og til þess þyrftu gjafirnar að verða margfalt meiri og almennari en þær eru.

Háttv. þingm. Strand. (Guðj. Guðl.) taldi ennfremur, að það væri heppilegt að, taka dúninn eftir því er hægt væri, áður en ungarnir skriðu út úr eggjunum. Jeg get verið samdóma hinum háttv. þingm. um þetta, því að sá dúnn, sem fyrst er tekinn, er betri og auðhreinsaðri en sá, sem liggur í hreiðrunum allan varptímann. En aðalatriðið er það, að sem minst sje hreyft við eggjunum, en það er hægt að taka dúninn án þess að hreyfa eggin, og það ætti að vera hið strangasta boðorð varpeigendanna; að hreyfa eggin sem allra minst. Það er mikið vandaminna verk að taka dúninn eggjunum að skaðlausu, en að skygna eggin til þess að sjá, hvort þau eru unguð eða ekki. Hreyfingin á eggjunum þegar þau eru skygnd, verður oft til þess, að þau deyja og verða, að fúleggjum.

Sama háttv. þingm. þótti það hart ákvæði í hinum núgildandi lögum, að bannað er að hirða dauðan æðarfugl, sem finst einhversstaðar, t. d. í fjörunni. En það finst mjer ekki, jeg tel einmitt þetta ákvæði eitt hið allra bezta og skynsamlegasta í lögunum. Áður en þessi lög komu, höfðu menn það beinlínis að atvinnu að drepa æðarfugl með netum, en með þessu ákvæði var gersamlega tekið fyrir það. Áður en þetta varð að lögum, báru menn hrogn og lifur sem beitu fyrir fuglinn ofan með hrognkelsanetum sínum, en sögðu svo, að ekki mættu þeir við því gera, að fuglinn kæmi í netin, og fóru með hann sem hverja aðra löglega veiði. Jeg hef einu sinni sjeð átta æðarkollur teknar úr einu hrognkelsaneti. — En þó net sjeu lögð nær varplöndum og lögin leyfa, þá er það mjög fátítt, að æðarfugl drepi sig í þeim, ef ekkert er egnt fyrir hann. Það er því víst, að sje ekkert gert til þess að hæna æðarfuglinn að netunum þá veiðist æðarfugl ekki í þeim svo teljandi sje, enda hefur þessi veiðiaðferð því nær algerlega lagzt niður, síðan bannað var að hirða fuglinn.

Þar sem þessi háttv. þingm. (Guðj. Guðl.) var að tala um hafís og pestardauða æðarfuglsins, og að menn yrðu í halæris árum að leggja sjer allt til munns, þá er þar því til að svara, að jeg vil heldur vera talsvert svangur en eta dauðan pestarfugl. Það kemur fyrir, nær því hvert ár, að svo og svo margir æðarfuglar drepast í varplöndum; það kemur upp í þeim einhver illkynjuð pest, og þegar hún er mikil, getur kveðið töluvert að þessum dauða. Af þessum dauða pestaræðarfugli er hin mesta fýla, og jeg get ekki hugsað mjer viðbjóðslegri fæðu, og mjer hefur aldrei annað til hugar komið en að kasta slíkum hræjum. Að almennt bjargræði geti orðið af horuðum hafísdauðum æðarfugli, tel jeg engin líkindi til. Jeg vona, að þau árin verði fá — helzt engin — að þjóðin verði að eta alt, sem tönn festir á, til þess að forðast hungurdauða.

Ekki hefi jeg heyrt það fyr, að varpeigendur keyptu hænuegg til þess að eitra með þeim fyrir varg, og þar sem hinn háttv. þingm. Strand. (Guðj. Guðl.) hjelt því fram, að með frumv. þessu væri varpeigendum bannað að nota æðaregg til eitrunar, þá veit jeg, að það er ekki tilætlun flutningsmannanna; jeg hef aldrei þurft önnur egg til eitrunar en æðdregg.

Það er sagt, að þetta frumvarp gangi of nærri atvinnufrelsi varpeiganda, en svo er alls ekki. Að lögum er varpeigendum óheimilt, að gera eggjatökuna sjer arðberandi. Hjer er um einn hinn skemtilegasta og arðsamasta atvinnuveg þjóðarinnar að ræða er og framtíð hans og vöxur, mikið undir því kominn, að löggjafarvaldið styrkji hann, og friðun æðareggjanna er þar eitt aðalatriðið.

Það er alveg rjett, sem háttv. 2. þm. Skgf. (Jósef Bj.) tók fram, að það geta risið upp ný varplönd, þar sem engin varplönd hafa verið áður. Jeg veit það, að svo er það rjett hjá mjer þar vestra; þar var fyrir fáum árum ekkert varp, fyrir 3 árum var þar orðið 6 pd. varp, en í fyrra voru þar 12 pd. af dún. Þetta er á Reykjanesi, þar sem saltverkið var þar er stórt flæmi, sem er hægt að gera að ágætu varplandi með tiltölulega litlum kostnaði. Þar getur því orðið mjög stórt varp. En eigandi þessa varpa hefur ekki tekið eggin; ef hann hefði gert það, hefði varpið ekki vaxið svona ört.

Mjer finnst það annars vera svo einfatt mál, að allir geti skilið, að úr þeim 100,000 eggjum sem nú eru árlega tekin, geti æðarfugl aldrei komið, og æðarvarpsræktuninni sje því unnið hið mesta tjón með eggjatökunni, eins og hún nú er.