10.07.1913
Efri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 40 í B-deild Alþingistíðinda. (1522)

46. mál, veiði á Íslandi

Hákon Kristoffersson:

Jeg ætla ekki að halda langa ræðu um mál þetta, það læt jeg þá um, sem þetta mál; er hjartfólgnara.

Jeg verð að vera fremur á móti þessu frumv. vegna þess, að mjer finst það vera illa undirbúið. Það hefur ekki verið leitað álits varpeiganda um það, hvort að þeir vildu þessa breytingu eða ekki. Og ef þessi breyting er jafnmikils verð og háttv. flutningsmaður þess, þingm. Íst. (Sig, Stef.), lætur, (Sigurður Stefánsson: Jeg er ekki flutningsmaður) þá meðmælandi þess, þá hefði hann, sem hefur verið varpeigandi yfir 30 ár, átt að koma með frumvarp þetta fyr.

Jeg verð að vísa þeim ummælnm sama háttv. þingm. alvarlega á bug, að hreppstjórar horfi á dráp æðarfugls, án þess að kæra það (Sigurður Stefánsson: Jeg sagði ekki allir hreppstjórar). Háttv. þingmaður hafði orðið í fleirtölu, hreppstjórar en ekki hreppstjóri, og ummæli hans voru almenn. Jeg er sjálfur hreppstjóri og veit því, að áburður þessi er rangur. Annars finst mjer þetta ekki vera sjerstaklega prestleg getgáta.

Þar sem það er borið hjer fram, að varpeigendur greiði hærri skatt en aðrir, þá er það ekki rjett, þeir greiða hann eftir hundraða tölu jarða sinna eins og aðrir.

Hvað eggjagjöfunum viðvíkur, þá mun lítið vera gert að þeim, en líklega er það rjett, að það sje ekki gefið mest til hinna fátækari, en væntanlega má þó ætla það, að prestarnir, sem eru svo vel settir að vera varpeigendur, hugsi jafnan til hinna fátæku í gjöfum sínum.