10.07.1913
Efri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 41 í B-deild Alþingistíðinda. (1523)

46. mál, veiði á Íslandi

Guðjón Guðlaugsson:

Jeg get ekki skilið rökfærslu hins háttv. 2. þm. Skgf. (Jósef Bj.), að æðaregg í hreiðri sjeu ekki sjereign þess, er varplandið á. Það er alt annað, eftir að eggin eru unguð út og ungarnir komnir út í geiminn, þá eru þeir orðnir sameign alveg eins og lðmb, sem sleppa ómðrkuð. Frumv. þetta fer því fram á það, að banna mönnum að hirða eign sína. Lambið, er sleppur ómarkað, er sameign manna, svo framarlega sem ærin ekki helgar sjer lambið; þá fyrst eftir helgunina kemur fram eignarrjettur á lambinu, og eins er um ungann að nokkru leyti; ef hann leitar sjálfur að sama varplandi, má segja, að hann helgi sig sjálfur eigandanum.

Við vitum það, að æðarfuglinn sækir á sömu stöðvar og hann hefur áður verið á, og að minsta kosti vitum það með vissu, að sama æðarkollan kemur ár eftir ár í sama hreiðrið, og þá er það mjög iíklegt, að ungarnir sæki þangað sem þeir eru uppaldir.

Mjer finst, að þeir, er halda þessu frumv. fram, vilji gera æðarvarpseigendur að þeim skynskiftingum, að þeir viti ekki, að egg, sem etin eru, verði aldrei að fugli, og að þeir, varpeigendurnir, viti ekki sjálfir, hvað heppilegast sje fyrir æðarvarpsrækt þeirra. Mjer þykir það mjög einkennilegt, ef við, þeir 99% sem ekki höfum æðarvarpsland, ættum endilega að setja þeim reglur um þetta efni; þeir sem sjálfir hafa reynsluna, og hljóta að vita, hvað við á. Það ætti að vera óþarfi, að við færum að blanda okkur í það mál, og þeir æðarvarpseigendur, er reynsluna hafa, ættu að geta talað um fyrir hinum, ef málstaður þeirra væri góður, svo stróng Iðg frá þinginu væru óþörf.

Hvað það snertir, að gjafirnar sjeu svo miklar, að hjer geti verið um atvinnu að ræða, þá getur það ekki verið, því ef svo væri mikið að þeim gert, þá yrðu varplöndin eyðilögð.

Það er útúrsnúningur hjá háttv. þingm. Ísf. (Sig. Stef.), að jeg sje á móti æðarfuglsfriðunarlögunum. Jeg tel þau Lög góð. En þar sem þessi háttv. þm. vildi. telja það sönnun þess, að menn litu svo á, að lögin væru órjettlát, að þau væru brotin af einhverjum heiðvirðum mönnum, mun slíkt öllu heldur gert af kæruleysi eða rjettara sagt af augnabliks freisting og án frekari umhugsunar.

Frumvarp þetta bannar að gefa æðaregg. Í tilefni af því dettur mjer í hug, að segja sögu er mjer var sögð nú á augnablikinu. Presturinn á Sauðanesi hafði í vor gert sóknarbörnum sínum orð, að þau mætti koma einhvern dag til þess að fá æðaregg, af því varpið var að eyðileggjast af vatni. Og fólkið kom og þakkaði gjöfina. Annars hefði hann orðið að bera alt í sjóinn, ef frumv. þetta hefði verið orðið að lögum og láta ef til vill svangt fólk horfa á. Jeg efast ekki um það, að margur, sem er svangur, þakki fyrir að fá æðaregg, þó kaldegg sjeu; jeg tala nú ekki um, þegar þau eru ný, og jeg álít rangt af löggjöfinni, að banna gjafir, sem eru gefandanum skaðlausar, en þeim, sem þiggja, til mikils gagns eins og átt hefur sjer stað á Sauðanesi.

Hvað vinagjafir varpeiganda til efnamanna áhrærir, þá býst jeg við, að æðareggjagjafir þeirra sjeu ekki svo miklar, að þær muni nokkru, og háttv. þm. Ísaf. (Sig. Stef.) viðurkennir, að hann hafi gefið slíkar gjafir, og tel jeg þó víst, að hann hafi ekki spilt varplandi sínu.