14.07.1913
Efri deild: 8. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í B-deild Alþingistíðinda. (1554)

54. mál, eyðing svartbaks

Flutningsmaður (Guðjón Guðlaugsson):

Jeg hefi leyft mjer að flytja þetta frurnvarp eftir ósk kjósanda í einum hreppi í kjördæmi mínu, Bæjarhreppi. Það eru æðarvarpseigendur, sem óska þessa. Svartfbakur er afarhættulegur æðarvarpi. Varpeigendum tekst að eyða hröfnum og öðrum vörgum, sem skæðir eru æðarvarpi, betur en svartbaknum. Þeir vilja því, að fje sje lagt til höfuðs honum. Og þar sem varpeigendur eiga hjer í hlut og þar sem þeir vilja leggja á sig skatt til þess, að landssjóður fái uppbót fyrir útgjöld þau, er hann hefur af eyðing svartbaks og svartbakseggja, finst mjer einsætt að taka tillit til óska þeirra. Þeir ætlast til þess, að lagt verði útflutningsgjald á dún í þessu skyni.

Til eru lög um eyðing svartbakseggja frá 19. febr. 1892, en þau lög ná aðeins til Breiðafjarðar. Þau gera það að skyldu ábúendum allra jarða á Breiðafirði, er æðarvarp liggur undir, að eyða öllum svartbakseggjum á ábýlisjörðum sínum og sama er gert að skyldu ábúendum, er búa allt að því eina mílu frá friðlýstu æðarvarpi, þótt æðarvarp sje eigi á jörðum þeirra. Jeg er að vísu ekki kunnugur nú á Breiðafirði, En jeg býst við, að það sje allmikið farið í kringum lögin. Úr því að ósk er komin fram um lög um eyðingu svartbaks þykir mjer sjálfsagt, að þan lög nái til allra landsmanna. Ég fer því fram á það, að þessi lög (um eyðing svartbakseggja) sjeu afnumin. Mismunurinn á þessu frumvarpi og uefndum lögum er og sá, að verðlaun verði veitt fyrir eyðinu uppkomins svartbaks, sem veiddur er. Verðlaunin eru nokkru lægri en farið var fram á í bænarskjali varpeigenda í Bæjarhreppi. Jeg vildi fara sem hóflegast í þessu.

Þetta frumvarp snertir aðallega æðarvarp,. og því legg jeg til, að því sje vísað til nefndarinnar í frumvarpinu um æðaregg, að lokinni 1. umr.

Jeg skal bæta því við, að svartbakur er fleirum hvimleiður en æðarvarpseigendum, þar sem eru Iaxveiðar, silungsveiðar og selalátur, þykir hann mesti vágestur. Hann hamast og gaggar yfir selalátrum og gerir með því hinn mesta skaða. Hann er alstaðar hvimleiður.