14.07.1913
Efri deild: 8. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 69 í B-deild Alþingistíðinda. (1555)

54. mál, eyðing svartbaks

Hákon Kristoffersson:

Það var aðeins stutt athugasemd. Þar sem háttv. þm. Strand. gaf í skyn, að lögunum um eyðing svartbakseggja mundi ekki hlýtt við Breiðafjörð, og að þeim mundi ekki eytt, eins og lögin ákveða, verð jeg að mótmæla því. Jeg veit marga menn á Breiðafirði er gera sjer sem mest far um að eyða vargi þessum, bæði með því að taka egg undan honum og að ná í ungana, ef nokkrir eru. Þar sem jeg bý, er svartbaksvargur, en ekki æðarvarp; alt að einu geri jeg mjer far um að eyða svartbaki sem mest.