16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (1573)

19. mál, eftirlaun handa Steingrími Thorsteinssyni

Sigurður Eggerz:

Jeg get ekki sjeð, að það sje rjett hjá háttv. 3. kgk. þm. (Steingr. Jónss.) að það dragi á nokkurn hátt úr þeirri sæmd, er við viljum sýna skáldinu, þó að málið sje ætt í nefnd í því skyni að velja heiðursviðurkenningunni viðfeldnari búning, heldur þvert á móti sje það eins og háttv. 5. kgk. þm. (B. Þ.) tók svo Ijóst fram, til þess, að sæmd hans verði að meiri.

Jeg vil ekki eins og í frumvarpinu er gert binda þessi heiðurslaun við það, hvort skáldið lætur af rektorsembættinu eða eigi; vil ekki leggja þau á eins nákvæma auravog og þar er gert, sbr. 1333 kr. 33 aura; vil veita þessi heiðurslaun strax og skilyrðisIaust.

Jeg vil veita ákveðna upphæð, ekki sem eftirlaun, heldur sem heiðurslaun jeg endurtek það: eingöngu sem heiðurslaun.