16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 82 í B-deild Alþingistíðinda. (1582)

37. mál, hagstofa Íslands

Framsögumaður, Guðm. Björnsson:

Nefndin telur frv. þetta eitt hið þarfasta nýmæli, sem ennþá hefur komið fram hjer í deildinni á þessu: þingi. enda er það kunnugt, að það er ósk almennings, að hagskýrslur vorar verði framvegis betri og fullkomnari, en þær hafa verið hingað til. Við vitum allir, að um það hefur verið mikið rætt, að bændum væri nauðsynlegt að halda sem nákvæmasta og fullkomnasta búreikninga, og má þá nærri geta, að hið sama á við um þjóðarbúið. Svo er um mörg málefni, að ekki er hægt að mynda sjer ábyggilegar skoðanir um þau, nema nákvæmar skýrslur sjeu fyrir hendi. Það er eins og með hita og kulda; vjer getum að vísu fundið, hvort heitt er eða kalt, en hitastigið getum við ekki ákveðið nákvæmlega nema með hitamæli.

Hinar svonefndu Landshagsskýrslur eru í rauninni ekki annað en búreikningar þjóðarinnar. Að vísu höfum vjer nú haft þessar skýrslur um alllangan tíma. Það er eitt af því, sem vjer eigum að þakka Jóni Sigurðssyni, að Bókmentafjelagið rjeðst í að gefa út Landshagsskýrslurnar skömmu eftir miðbik síðustu aldar. Gaf fjelagið út 5 stór bindi á árunum 1858–1875 og eru þar í margar merkar skýrslur. Síðan var haldið áfram að gefa skýrslurnar út í C.deild Stjórnartíðindanna, og hjelzt það til 1899. Síðan hafa þær verið gefnar út sem sjerstakt rit. Jeg vil hjer nota tækifærið til þess að minnást tveggja manna, sem hafa unnið að Landshagsskýrslunum. Annar er Sigurður Hansen, sem átti mestan þátt í Landshagsskýrslunam gömlu, og vann verk sitt með nákvæmni og samvizkusemi, hinn er skrifstofustjóri Indriði Einarsson, sem nú hefur unnið að skýrslunum í nærfelt 40 ár. Þeir hafa báðir leyst vandasamt og erfitt verk af hendi og venjulega fyrir mjög svo ónóga borgun.

En eftir því, sem tímar hafa liðið fram, hafa menn betur og betur sjeð galla þá, sem eru á skýrslunum, eins og þær eru nú. Jeg vil þá fyrst nefna höfuðgallann, en hann er sá, að skýrslurnar koma alt of seint út, oft og tíðum eru þær 2–3 ár á eftir tímanum, og geta því þegar af þeirri ástæðu ekki komið að tilætluðum notum. En þar að auki eru skýrslurnar í mörgum greinum mjög svo ónákvæmar, en það er þó lakast, að í þær vantar alstaðar glögg yfirlit yfir löng tímabil. Það má því svo að orði kveða, að í þeim liggi mikið vinnuefni — óunnið! Sumir hafa því haft á orði, að skýrslurnar væru svo vitlausar, að á þeim væri ekkert að græða, og hafa ásakað mjög þá menn, sem að þeim hafa unnið. En menn hafa gleymt, að hjer er ekki nema um hjáverkavinnu að ræða, og er því engin furða, þótt skýrslurnar hafi ekki getað fuIlnægt öllum krðfum.

Nú er varið 7000 kr. árlega til þess að gefa skýrslur þessar út. En það fje er hvergi nærri nægilegt. Sá sparnaður borgar sig illa, og er jeg viss um, að það mundi margfaldlega svara kostnaði, að leggja fram nokkru meira fje og fá í staðinn betri skýrslur. En ef þær eiga að komast í gott lag og geta komið nógu fljótt út, þá þarf að ráða vel hæfa og sjermentaða menn, sem ekki hafi öðrnm störfum að gegna, til þess að vinna að þeim. Það er þetta, sem frv. fer fram á. Hjer er um sjerstaka vísindagrein að ræða, talnafræðina (statistik), sem útaf fyrir sig er geysilega vandasöm og varúðarverð, enda hefur þeim, sem að henni hafa unnið, oft og tíðum orðið heldur en ekki villigjarnt. Víða hefur því komið fram allmikil mótstaða móti þessari vísindagrein, enda eru þess mörg dæmi, að henni hefur verið herfilega misbeitt. Það var t. d. fyrir skömmu að þýskur vísindamaður reyndi að sanna, með talnafræði, að fleiri bólusettir hefðu fengið bólusótt heldur en óbólusettir, og var þessari staðhæfing anðvitað tekið fegins hendi af mótstöðumönnum bólusetninga En svo kom fram sjerfræðingur í talnafræði og sneri öllu þessu í villu fyrir vísindamanninum. Jeg vil nefna annað íslenzkt dæmi. Merkur fróðleiksmaður tók sjer fyrir hendur að safna saman auglýsingum um óskilahross. Við rannsókn hans kom það fram, að skjóttir hestar voru í allmiklum meiri hluta meðal óskilahrossanna; og dró hann af því þá ályktun, að skjóttir hestar væru stroksamastir! Þannig hefur þessari vísindagrein oft verið misbeitt í nálega öllum greinum mannlegrar þekkingar.

Nefndin telur nauðsynlegt og leggur mikla áherzlu á það, að sá, sem á að veita hagstofunni forstöðu, hafi fengið fullkomna stjórnfræðislega menntun. Það verður að teljast alveg nauðsynlegt skilyrði þess, að þessi stofnun geti komið að fullum notum.

Þó að nú hagstofan komist á laggirnar, þá megum vjer ekki vera of heimtufrekir við hana, sízt fyrst í stað: Vjer megum t. d. ekki búast of fljótt við skýrslunum; því að hjer á landi er við svo marga og mikla erfiðleika að tefla Fyrir það fyrsta getur það auðvitað oft komið fyrir, að embættismenn trassi að senda skýrslur í tæka tíð, og þar að auki er póstgöngum svo háttað hjér á Iandi, á vetrum að minnsta kosti, að menn verða oft að bíða eina tvo mánuði eftir svari við lítilfjörlegri fyrirspurn; það má því ekki búast við, að hagskýslur geti komið eins fljótt út hjer á landi og í útlöndum.

Nefndin vill að vísu ráða hinni háttv. deild til þess að samþykkja frv., en þó hefur hún komið fram með nokkrar brtill. við það, og vil jeg nú með nokkrum orðum minnast á þær þeirra, sem efnisbreyting felst í.

Í 2. gr. frvs. eru talin viðfangsefni hag stofunnar. Við þá gr. vill nefndin gera þessar breytingar, Í 1. lið sjé bætt inn heilsufarsskýrslum, 5. liður frv. verði 4. liður, en af 4. lið frv. verði a liður út af fyrir sig, en við seinni stafliðinn, (notkun kosningarjettar), verði bætt nýjum staflið, um starfsmenn þjóðfjelagsins: Áður hefur verið gefið út embættismánnatal, en nú er tilætlunin, að allir starfsmenn þjóðfjelagsins verði taldir upp. Sumir munu ef til vill telja þetta óþarft, en þeir, sem fást nokkuð við opinber störf, vita, að þetta er alveg nauðsynlegt Innbyrðis viðskifti milli sveita og sýslufjelaga aukast árlega og er mönnum því orðið alveg nauðsynlegt að hafa nákvæmar skýrsIur um starfsmenn hvers hjeraðs, enda mun ekki það kotríki finnast í hinum siðaða heimi, sem ekki láti semja slíkar skýrslur. — Þá hefur nefndin viljað bæta fræðslumálum við viðfangsefni hagsstofunnar. Um þau finnst nú ekkert í Landshagsskýrslunum, en nefndin telur nauðsynlegt að afla upplýsinga um, hvað margir sjéu farkennarar, hve víða heimaskólar, o.s.frv. — Ennfremur telur nefndn nauðsynlegt, að safnað sje skýrslum um alla tryggingarstarfsemi hjér á landi. Á þetta leggur nefndin mikla áherzlu, því að hjér er að ræða um þýðingarmikið atriði í menningarviðleitni þjóðarinnar. Við 5. gr. frv. gerir nefndin þá breytingartill., að þeir einir geti orðið hagstofustjórar, sem lokið hafa háskólaprófi í stjórnfræði. Reynslan hefur marg oft sýnt, að hjer á landi er nauðsynlegt að“ setja slík skilyrði: Í því sambandi þarf ekki að minna á annað en, að menn hafa getað fengið bankastjóræmbætti hjer, án þess nokkurn tíma að hafa komið í banka. Það gætu orðið þjóðinni mikil vonbrigði, ef í slíka stöðu yrði skipaður maður, sem enga þekkingu hefði til að leysa það starf af hendi, sem honum er ætlað að vinná. Nefndinni þykir viðfeldnast, að yfirmaður hagstofunnar hafi stutt og laggott embættisheiti og stingur því upp á nafninu hagstofustjóri í stað þess að stjórnarfrv. nefndi hann forstjóra hagstofunnar. — Frv. gerir ráð fyrir 2 embættismönnum við hagstofuna, og sje annað embættið konunglegt, en hitt veitt af ráðh. og án eftirlaunna. Nefndin hyggur, að ef til vill muni nægja, að aðeins einn embættismaður sje við hagstofuna, ef veitt er hæfilegt fje til aðstoðarmanna, eins eða fleiri. En nefndin heldur þessu þó ekki fast fram, það kann vel að vera, að þessi sparnaður sje misráðinn og að bezt sje, að tveir stjórnfræðilega mentaðir menn hafi embætti við hagstofuna. Ef það verður ofan á verður að gera þá kröfu til beggja, að þeir hafi lokið háskólaprófi í stjórnfræði. Nú munu vera 4 menn hjer á landi, sem lokið hafa stjórnfræðisprófi, svo að ekki þarf að óttast, að ekki væri hægt að fá menn í þessar stöður, enda mundu fleiri fara að stunda þessa fræðigrein; ef þessi embætti yrðu stofnuð. Vjer höfum t.d. ekki nema tvö verkfræðingsembætti, en þó hafa allmargir lagt þau vísindi fyrir sig við háskólann.

Loks vil jeg geta þess fyrir hönd nefndarinnar, að hún er þeirrar skoðunar, að komast megi af án þeirra 1000 kr., sem stjórnin gerir ráð fyrir að borga verði í húsaleigu fyrir hagstofuna. Nefndin hyggur, að gerlegt mundi, að koma hagstofunni fyrir í einhverju húsi, sem er þjóðareign. Mjer dettur t. d. í hug prestaskólahúsið gamla; jeg veit að vísu, að póststofan notar það nú, en hef heyrt, að svo mnni ekki verða framvegis.

Ef þetta frv. verður samþykt, þá mundu útgjöld Iandssjóðs aukast um 4000 kr., en áreiðanlega ekki meir, því að ef stjórnarráðið á að halda áfram að sjá um Landslagsskýrslurnar, þá þyrfti vitanlega að auka fjárveitinguna til útgáfu þeirra. Sú borgun, sem menn hingað til hafa fengið fyrir að vinna að þeim, 40 kr. fyrir örkina, hefur oft verið hlægilega lág. Það getur legið ótrútega mikil vinna í því að semja slíkar skýrslur; mjer er kunnugt, að menn hafa stnndum ekki fengið nema 7 aura um tímann fyrir vinnu sína að skýrslunum!

Jeg vil svo að lokum láta þá ósk í Ijós, að háttv. deild taki tillögur okkar til íhugunar og vona jeg að frv. verði vel tekið.