16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 88 í B-deild Alþingistíðinda. (1584)

37. mál, hagstofa Íslands

Sigurður Eggerz:

Jeg er háttv: framsögumanni (G. Bj.) sammála um, að þörf sje á þessari hagstofu, sem hjer er farið fram á. Og jeg sje ekki ástæðu til að bæta neinu við það, sem hann sagði um það efni.

Það voru tvær breyttill. nefndarinnar, sem jeg vildi minnast á, og jeg felli mig ver við en ákvæði stjórnarfrumvarpsins:. Fyrri breytingartillagan, sem jeg á við, er sú, að þeir einir sjeu forstjórar hagstofunnar, er lokið hafa, embættisprófi í stjórnfræði, eins og nefndin leggur til; þar líka mér betur ákvæði stjórnarfrumvarpsins. Ef nógir kandidatar í þessari fræðigrein (stjörnfræði) eru til, tel jeg sjálfsagt, að stjórnin láti þá, að öðru jöfnu, sitja fyrir skipun forstjóræmbættisins. Jeg sje enga ástæðu til að óttast, að þetta embætti verði eigi vel skipað, þó að þessi brtill. nefndarinnar verði eigi samþykt, og jeg tel hana með öllu ónauðsynlega.

Þá er seinni brtill. hv. nefndarinnar, er jeg ætlaði að minnast á, og jeg er henni ósamþykkur; en jeg felli mig hinsvegar betur við ákvæði stjórnarfrumvarpsins. Þar er ákveðið, að forstjóri hafi sjer við hönd einn aðstoðarmann, er hafi að byrjunarlaunum 2000 kr., en hækki um 200 kr, þriðja hvert ár upp í 3000 kr. Þessu vill nefndin breyta á þann hátt, að verja megi alt að 2000 kr. til aðstoðarmanns, eins eða fleiri. Jeg geng að því vísu, að sá maður, er skipaður verður aðstoðarmaður, geti fremur helgað starfinu alla krafta sína, ef ákvæðum stjórnarfrumvarpsins er ekki breytt. Jeg hygg, að það veiti ekki af því, að bæði hagstofustjóri og aðstoðarmaður leggi frann alla starfskrafta sína við starfið; að minsta kosti mun full þörf á því. Byggi jeg þetta á leiðbeiningum, er Indriði skrifstofustjóri Einarsson hefur gefið mjer um þetta efni. Á hagstofu Dana vinna fleiri starfsmenn, en í öllnm stjórnarráðunum þar.