16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 89 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

37. mál, hagstofa Íslands

Jósef Björnsson:

Eftir ræðu háttv. þm. V.-Skf. get jeg verið stuttorður. Jeg er háttv. nefnd sammála, að æskilegt sje að koma hagstofu á stofn.

Það eru einkum tvö atriði hjá háttv. nefnd, er ég felli mig ekki við henni ósammála um. Um fyrra atriðið hefði jeg óskað þess, að nefndin hefði komið fram með breyt.- till, en hún hefur ekki gert það. Jeg á þar við ákvæðið um, að hagstofustjórinn sje skipaður af konungi. Því, fylgir eftirlaunarjéttur. Jeg sje ekki annað, en launin, 3000 kr. í byrjunarlaun, er hækka um 200 kr. þriðja hvert ár, upp í 4200 kr. sjeu sæmileg, og að þau veiti fulla trygging þess, að hæfur og fullnýtur maður fáist í embættið, þó að það sje eftirlaunalaust. Það er dálítið kynlegt, er þjóðin biður látlaust um afnám eftirlauna, að fara þá að stofna embætti með eftirlaunarjetti.

Hitt atriðið, sem jeg gat um, að jeg feldi mig mig ekki við, er það atriði, sem háttv. þm. V.- Sk. mintist á, að breyttill. nefndarinnar um aðstoðarmanninn á hagstofunni. Jeg tel betra, að fastur maður sje skipaður hagstofustjóra til aðstoðar, heldur en hafa það fyrirkomulag, er háttv. nefnd leggur til, og kaupa aukavinnu, eiukum þar sem háttv. framsögum. (G. Bj.) sagði sjálfur, að slík aukavinna yrði dýr. Það var sagt, að starfsmönnum stjórnarráðsins hefði eigi að undanförnu unnizt tími til að semja þessar skýrslur á venjulegum starfstíma, heldur hefði þeir orðið að taka á sig til þess aukavinnu fyrir sjerstaka borgun. En jeg álít, að það hefði verið nær, að fjölga starfsmönnum stjórnarráðsins, heldur en kaupa aukavinnu, einkum þar sem hún hlutfallslega hlýtur að vera dýrari, eins og öll íhlaupavinna.

Jeg kýs því heldur, að ákvæði stjórnarfrumvarpsins sje haldið óbreyttu. Um fyrra atriðið, sem jeg mintist á, mun jeg bera upp breyttill. við 3. umr.