16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 90 í B-deild Alþingistíðinda. (1586)

37. mál, hagstofa Íslands

Hákon Kristoffersson:

Jeg er þakklátur háttv. 1. kgk. þm. (J. H.) fyrir það, að hann ljet ekki hina snjöllu ræðu háttv. 6. kgk. þm. teyma sig til fylgis þessu máli. Í nefndarálitinu er ekki litið nema á aðra hliðinu. Mjer dettur ekki í hug að neita því, að þessi hagstsofa muni hafa margt gott í för með sjer. En það er svo um alt að til eru á því tvær hliðar, önnur góð, hin ill. Illa hliðin á þessu frv. er sú að hún hefur mörg þús. kr. aukin útgjöld í för með sjer. Og jeg ætla að hjer sje ekki nema smeygt litla fingri ofan í fjárhirzluna, en sá langi komi síðar. Það er eins líklegt að það sé eitthvað annað, sem stjórninni gengur til að flytja þetta mál, en útvega landinu góðar hagfræðiskýrslur. Jeg er ekki svo góðgjarn, að jeg geti ekki látið mjer koma tilhugar, að það geti engu síður hafa vakað fyrir stjórninni, að útvega einhverjum af gæðingum sínum stöðu, sem nú ef til vill slæpist á götunum hjer í Reykjavík. Því er borið við, að stjórnarráðið vanti starfsmenn til þessa. En því er þá ekki bætt við starfsmönnum í stjórnarráðið. Jeg fyrir mitt leyti álit nú enga þörf á, að bæta nýjum starfsmönnum í stjórnarráðið og þar sjeu nógir starfsmenn, og hygg, að stjórnarráðið geti gert þetta, sem hagstofunni er ætlað að gera, án þess. Ekki bendir það á, að þar sje mikið að gera, er starfsmenn í ráðinu þurfa ekki að vinna nema 6 stundir á dag. Í Landsbankanum vinna bankamennirnir aldrei minna en 8 stundir á dag; það bendir heldur ekki á, að starfskrafta vanti á skrifstofunum, er, embættismenn stjórn arráðsins geta margir í einu tekið sjer langt „frí“ til að skemta sjer. Landritari var í vor fjarverandi 9 vikur á skemtiför, Guðmundur Sveinbjörnsson, aðstoðarmaður, eitthvað ofurlítið styttra, og þetta var sama tímann, sem ráðherrann var ytra. Samtímis fer Indriði Einarsson, skrifstofustjóri, vestur á Ísafjörð, og sækir þangað „Good-Templaraþing“. Þetta bendir ekki á, að stór þörf sje, er geti rjettlætt það, að taka þau störf af stjórnarráðinu, er hagstofunni er ætlað að vinna. Það er líka kunnugt, að þar er sífelt verið að bæta við nýjum starfsmönnum, og eru nýustu dæmi þess: Marínó og Gísli. Óhætt mun að fullyrða, að af öðrum eins reglumönnum og þeim geti þjóðin vænzt eftir vel unnu starfi. Forseti: Jeg verð að biðja háttv. þm. að halda sjer við efnið og ráðast ekki á fjærverandi menn). Hjer er verið að tala um að ljetta vinnu af stjórnarráðinu, og því verður að athuga vinnukrafta þess: Þar af leiðandi als ekki verið að ráðast á fjarverandi menn.

Mjer er spurn. Settu þessir menn nokkurn í staðinn sinn; meðan þeir voru fjarverandi. Landritari og skrifstofustjori eru þó vel launaðir fastir ársmenn hjá þjóðfjelaginu.

Það er og einkennilegt, að stjórnin skuli ekki sjá það fyr en nú, að þörf er á þessari nýju stofnun.

Jeg tel hjer verið að svíkjast aftan að þjóðinni, ef svona frumvarp er samþykt að henni forspurðri. Þess verður að gæta, að hjer er að ræða um stofnun nýs embættis. En það er alkunnugt, að þjóðin telur nógu mörg embættin í landinu og vill heldur fækka þeim en fjölga. Það er og einkennilegt, eins og háttv. þm. Skgf. tók fram, að fara nú að stofna embætti með eftirlaunum. Einkennilegt, að koma á fót embætti með eftirlaunarjetti, á sama tíma og þjóðin tekur því fram við þingmenn sína, að hún vilji, að eftirlaun sjeu afnumin, og embættum ekki fjölgað.

Það er og villandi, sern háttv. framsm. sagði um 40 króna greiðslu fyrir örkina af þessum skýrslum. Hún hefur oft verið um 75 kr. Jafnskýr maður og háttv. 6. kgk. þm“ ætti að gæta þess, að skýra rjett frá þessu. Jeg hygg að sama fyrirkomulag, sem verið hefur á þessu að undanförnu, geti dugað nokkur ár enn. Jeg álít, að þjóðin hafi eigi efni á að stofna þetta nýja embætti. Þeir, sem þurfa á því að halda, geta setið kyrrir á rassinum nokkur ár enn.

Hagstofuna tel jeg óþarfa af þeim ástæðum, að stjórnarráðið er nógu mannmargt til að inna þau störf af hendi, er því er ætlað að vinna. Og með tilliti til þess að þjóðin á heimtingu á því, að þar sjeu góðir og trúverðugir starfsmenn, en ekki óregluseggir, er til einskis eru færir nema að hirða laun sin, þá sje jeg enga þörf á að taka stórf af stjórnarráðinu. — Ef það vantar starfskrafta, þá mun það hafa ráð á að bæta þéim við. Það enda ekki óliktegt, að eitthvað falli til af mönnum, er ekki geta staðið í stöðu sinni sem embættismenn á eigin ábyrgð.

Það munu ekki vera ósannindi, þó jeg segi það, að til sjeu menn hjer í Reykjavík, er kærkomið væri að geta náð í þetta væntanlega embætti; en þjóðin hefur ekki ráð á að útvega öllum stöðu er þess kynnu að óska.

Þar sem þjóðin hefur ekki átt kost á því, að láta uppl. álit sitt um, hvort hún vildi stofna hagstofuna eða ekki, þá tel jeg það að gera þvert á móti vilja hennar að setja hagstofuna á fót nú sem stendur, eða stofna ónnur ný embætti.

Skal svo ekki fjölyrða meira um málið að þessu sinni, en mun leyfa mjer að koma með breytingartillögu við þriðju umræðu.