16.07.1913
Efri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 97 í B-deild Alþingistíðinda. (1591)

37. mál, hagstofa Íslands

Guðm. Björnsson, framsögnmaðnr:

Við erum ósamdóma, h. þm. V.- Sk. (S. E.) og jeg, um skilyrðin fyrir því, að maður geti orðið hagstofustjóri. Jeg held því fram, að nauðsynlegt sje að heimta, að hann hafi tekið próf í stjórnfræði, en h. þm. (S. E.) er ekki á þvj. Að vísu játa jeg það satt vera, að þótt prófskilyrðið sje sett, þá geti veitingarvaldið farið skakka leið og valið þann, sem líklegastur er af umsækendum, en það þarf þó svo mikið til að standast próf við háskólann, að með því er fengin töluverð trygging fyrirþví, að maðurinn, sem það hefur staðist, sje nokkurnveginn starfinu vaxinn. Hvernig mundi h. þm. V.-Sk. (S. E.) lítast á það, að hætt væri að heimta sýslumenn hefðu tekið Iögfræðispróf og staðizt það. (S E.: Það kemur ekki til mála). Hví skyldi það ekki eins geta komið til mála eins og hitt, að vilja sleppa hjer prófskilyrðum. Það gæti að vísu verið dáindis þægilegt fyrir suma, að hætt væri að heimta það sem skilyrði fyrir því, að fá embætti, að hafa leyst af hendi ákveðin próf. Færi svo, gætum vjer átt von á því, að h. þm. Barðstr. (H. K.) yrði einn góðan veðurdag skipaður sýslumaður, eða jafnvel landlæknir (H. K.: Þá mundi jeg fara í lækningaferð austur að Heklu, uppá Iandsins kostnað). Og árangurinn mundi líklega verða svipaður, og af manna lækningum h. þm. (H. K.). Nú geta menn orðið hreppstjórar, sýslunefndarmenn og þingmenn, jafnvel komizt upp í efri deild án þess þeir þurfi nokkra þekkingu til brunns að bera. Jeg held okkur ætti að geta komið saman um, að hyggilegt sje að búa betur um hnútana með starfsmenn hagstofunnar, og setja þegar í upphafi ákveðin skilyrði fyrir þekkingu þeirra, og það mun ekki verða gert á annan hyggilegri hátt, en með því að heimta, að þeir hafi leyst af hendi próf það, sem hjer er farið fram á. Starfið er vandasamt, og heimtar sjerþekkingu, og verð jeg því að halda fast við breytingartillögu nefndarinnar.