19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í B-deild Alþingistíðinda. (1612)

36. mál, nafnabreytingar og ný nöfn á býlum

Framsögum. (J. B.):

Jeg mintist að vísu á brtill. við 5. gr., en það er satt, að jeg fór lauslega yfir hana og gat aðeins um, að nefndin legði til, að síðari hluti hennar, um borgun til sýslumanna, fjelli niður. Nefndin leit svo á, að skrásetning leyfisbrjefsins gæti ekki orðið svo mikið starf fyrir sýslumanninn, að það tæki því að fara að greiða honum nokkra aukaborgun fyrir það. Ýms skjöl, sem eru þinglesin eru innfærð, án þess að svo mikið sje borgað fyrir það, sem hjer er gjört ráð fyrir. — Um hina síðari athugasemd hins. háttv. þm. er það að segja, að mjer virðist, að býli eiga ekki að sleppa við nafnfestisgjaldið, þó að þau hafi notað nafnið nokkur undanfarin ár, því að nafnbreytingin hefur á sínum tíma verið gerð í heimildarleysi. En það getur rjett verið,. að heppilegast væri, að ákveða eitthvert tímatakmark, þannig t. d., að býli, sem hafa haft nafn sitt lengur en 10 ár, þurfi ekkert gjald að greiða.