19.07.1913
Efri deild: 11. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 148 í B-deild Alþingistíðinda. (1627)

28. mál, ábyrgðarfélög

Sigurður Eggerz:

Mjer virðast rök semdir háttv. 3. kgkj. (Stgr. J.) ekki geta komið til greina. Hann hefur ekki komið með brtill. sínar í tíma á undan 3, umr., og ef ætti að innleiða þá reglu, að fresta málum, ef einhverjum dettur í hug í ótíma að koma með brtill., þá er hætt við að þingtíminn færi að verða nokkuð langur. Þetta er ósiður, og ætti að kveða sem fyrst niður. Auk þess er málið svo Ijóst, að engin ástæða er til að fresta því. Jeg trúi því ekki, að öll ábyrgðarfjelög muni stökkva úr landi, þótt málið sje afgreitt úr þessari deild; líklega bíða þau, og sjá, hvað háttv. Nd. gerir við það.