21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 177 í B-deild Alþingistíðinda. (1647)

37. mál, hagstofa Íslands

Framsögumaður (G. B.):

Háttv. 1. kgk. (J. H.) kvað hagfræðisvinnu ekki erfiða vinnu; hann hefði sjálfur numið hagfræði í æsku og gæti því um það dæmt. Það kann að hafa verið svo, að hagfræðin hafi ekki verið erfið viðfangs áður. En það er etlaust satt, sem háttv. umboðsmaður ráðherra (Kl. J.) sagði, að nú er mikil breyting á orðin. Háttv. 1. kgk. (J. H.) talaði um, að það væri ekki mikill vandi að semja yfirlitsskýrslur. Það má vel vera, að svo hafi verið, þegar háttv. 1. kgk. (J. H.) stundaði hagfræðisnám, því þá mun lítið hafa verið fengizt við að kenna slíka skýrslugerð. Jeg hef sjálfur nokkuð lengizt við slíka skýrslugerð, og komizt að raun um, að hún er full vandasöm, og ekki á allra færi að leysa hana vel af hendi. Jeg verð að leiðrjetta eitt af því, sem háttv. 5. kgk. (B. Þ.) bar fram, þegar hann var að mæla með brtill. sinni. Hann sagði, að það væri nóg til af kandidötum á öllum svæðum. Þetta er ekki rjett. (B. Þ.: deg sagði að það mundi verða). Jeg hef reynt, að gera dálítið yfirlit um læknæfni, og komizt að þeirri niðurstöðu, að ekki mundi verða til nógir kandidatar í læknisfræði næstu 10 árin. Háttv. þm. Barðst. (H. Kr.) sagði, að óþarft væri að hafa laun há, ef hægt væri að fá menn fyrir minna.

Jeg get verið h. þm. (H. Kr.) hjartanlega samdóma um það, að ef hægt er að fá nýta menn fyrir lítið, þá sje að sæta því. Það ætti að vera reglan gagnvart öllum embættisstjettum, að sníða launin eftir því, hvað mikið muni þurfa að bjóða til þess, að hægt sje að fá nýta menn í embættin. Þessu hef jeg haldið fram um læknana, og þessu held jeg fram um alla embættismenn. En dæmin sýna, að það er óhyggilegt, að setja launin svo lág, að duglegir menn fráfælist embættin. Það þarf ekki annað en minna á læknastjettina. Launakjör lækna eru svo, að tilfinnanlegur læknaskortur er nú að verða í landinu, og ekki útlit fyrir, að úr honum bætist í bráð. Það er suðsætt, að þingið befur verið of sparsamt við læknana. Slíkt má það ekki henda, ef því á annað borð þykir það borga sig, að sjá landinu fyrir duglegri embættismannastjett.

Jeg er hálf hræddur um, að víðar ætli svo að fara en með læknana, að þingið setji laun svo lágt, að fráfælandi verði fyrir duglega menn, og er það ekki hyggilegt. Það gildir alveg sama reglan um þjóðfjelagsbúið og sveitabúið. Jeg hef heyrt góða búhölda segja, að þeir gildu aldrei góðum vinnumanni nógu hátt kaup, en ljelegum jafnan ofhátt. Þetta ættu þingbændurnir og þingið alt að athuga. Það sannast á sínum tíma, að Það borgar sig ekki fyrir þjóðarbúið, að launa vinnumönnum sínum svo, að á því vilji ekki aðrir vistast, en tómir liðljettingar.

Um laun hagstofustjórans mun jeg halda mjer við stjfrv. Jeg sje ekki tryggingu fyrir því, að nýtur maður fáist fyrir minna. Jeg vil vinna til, að launin sjeu hærri, svo að meiri trygging sje fyrir því, að starfið sje vel leyst af hendi.

H. 2. kgk. (E. Br.) fetti fingur út í það, að nefndin hefði sett; „að rannsaka“ í staðinn fyrir „að afla sannfróðleiks“ eins og stóð í stj.frv. Jeg er alveg samdóma því, sem h. þm. (E. Br.) sagði um hagfræðisskýrslur, samdóma honum um það, að þær eigi að flytja oss sannfróðleik, og til þess ætlast nefndin, að þær geri. En nefndin hafði af ásettu ráði orðið að rannsaka, því það er ljóst, að allur sannfróðleikur verður að byggjast á rannsókn, og það á rækilegri rannsókn ofan í kjölinn. Eg hygg því, að frv, bíði engan baga við þessa orðabreytingu.

Jeg ætla, að allir h. þm. sjeu nú búnir að hugsa málið nægilega og skapa sjer fasta skoðun á því; munu því lengri umræður um það þýðingarlausar.