21.07.1913
Efri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (1649)

37. mál, hagstofa Íslands

Umboðsmaður ráðherra (Kl. J.):

Ef h. þm. (H. Kr.) vill ekki taka aftur ranghermi, þá hann um það. Jeg get ekki gert meira, en að sýna honum fram á, að hann fer með staðlausa stafi, og bjóða honum að sjá það svart á hvítu, að svo er. Dettur h, þm. (H. Kr.) í hug, að hann auki sæmd sína með því að neita slíku boði? Jeg stend við það, að jeg hafi skýrt fullkomlega rjett frá því, hvað borgað hafi verið fyrir samningu hagskýrslnanna; og neita því afdráttarlaust, að meira hafi verið borgað en 40 kr. fyrir örkina í embættismannatalinn, og jafn tilhæfulaust er það, að það eða aðrar landhagsskýrslur hafi verið samdar á venjulegum skrifstofutíma, og þó tekin borgun fyrir. (H. Kr. Jeg sagði ekki að skýrslurnar væru samdar á skrifstofutíma, heldur að jeg hefði heyrt, að þær væru samdar þá). Jeg veit ekki hvað h. þm. (H. Kr.) meinar með öllu þessu tali sínu. Heldur hann, að hann sje hingað kominn til að segja. bæjarslúður í þingsalnum.