22.07.1913
Efri deild: 13. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (1672)

42. mál, stofnun landhelgissjóðs Íslands

Guðmundur Björnsson:

Aðeins örfá orð.

Við erum sammála um það, háttv, þm. Ísaf. (Sig. Stef.), að það sje vitanlega rjettast, að framkvæma nú á þessu þingi kanp á landvarnarskipi, en hann hefur ekki treyst sjer til þess, að undirbúa kaupin, en sagðist hins vegar gjarnan vilja styðja málið, ef við háttv. 3. kgk. þm. (Stgr. J.) kæmum með það.

Það er svo í lífinu, að menn skifta með

sjer verkum, og eins gera menn hjer á Alþingi.

Þetta er hentugt. Verkin vinnast betur. Hjer er um eitthvert heitasta áhugamál háttv. þm. Ísaf. (Sig. Stef.) að ræða, og því hefði hann átt að undirbúa það.

En út úr þessu vekst líka upp hjá mjer umhugsunin um það, að háttv. þingmenn bera hjer fram í þingsalnum allskonar frumvörp, er þeir segja að sjeu hjartans mál sín, en þessi frv. eru öll meir eða minna óundirbúin, það er eins og þeir hafi ekkert hugsað um þau, ekkert vitað af þessum hjartans áhugamálum sínum, fyr en þeir bera þau fram í frumvarpsformi.

Úrræðið er þá þetta, að skora á stjórnina.

Og þetta gera menn, þó þeir hljóti að vita, að stjórnin á oft annríkt og getur ekki komið öllu í verk, sem af henni er heimtað.

Það er líka eðlilegt, því stjórnin hefur yfir tiltölulega fáum mönnum að ráða, og þeir geta vitanlega ekki haft sjerþekkingu í öllum greinum.

Samt er það nú svona; alt á stjórnin að gera.

Hefði nú ekki verið betra, ef háttv. þm. Ísaf. (Sig. Stef.) hefði hugsað um þetta mál fyr, og notað t. d. allan veturinn heima í Vigur til þess í ró og næði að undirbúa málið sem bezt. Jeg er sannfærður um það, að hann hefði getað aflað sjer góðra upplýsinga um málið hjá útgerðarmönnum o. fl.. og getað lagt málið vel undirbúið fyrir þingið.

Æskilegt hefði það verið, og óneitanlega á það svo að vera, að þingmenn hugsi landsmálin heima, áður en þeir koma inn í þingsalinn.

Ekki er jeg að lasta háttv. þm. Ísaf. (Sig. Stef.) með þessu, síður en svo, hann er hjer jafnvís og aðrir, því það er orðinn siður, að menn kasta stórmálum alveg óhugsað inn í þingið.

Dæmin eru deginum ljósari.

Og stingi nú hver hendi í sinn eigin barm, og hann mun finna, að hann á hjer hlut að máli.

Brtill. á þgskj. 137 feld með 8: 4 atkv. Frumv. samþ. með 12 samhlj. atkv. og afgreitt til Nd.

2. Till. til þingsályktunar um skipun nefndar til að íhuga samgöngumál á sjó (112); hvernig ræða skuli.

Forseti: Jeg vil leyfa mjer að stinga upp á einni umræðu um þessa þingsályktunartillögu. og ef enginn háttv. þm. hefur neitt við það að athuga, þá skoða jeg það sem samþykt.

3. Frv. tillaga um eignarnámsheimild fyrir bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar á lóð og mannvirkjum undir hafnarbryggju (94) 1. umr.