24.07.1913
Efri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 252 í B-deild Alþingistíðinda. (1699)

27. mál, vatnsveitingar

Þórarinn Jónsson, framsögumaður:

Nefndin hefur leyft sjer að koma með brtill. við 7. gr., sem miða að því að gera orðalag greinarinnar skýrara. Það má misskilja hana, eins og hún er nú orðuð, þannig, að í henni sje átt bæði við áveitu og samáveitu. Nefndin vill girða fyrir þennan misskilning, og leggur því til, að í staðinn fyrir „áveita“ komi „samáveita“, og vonar, að þá sje engin hætta á, að þá valdi greinin misskilningi.

Hinar brtill. eru afleiðing af þessari brtill.