24.07.1913
Efri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í B-deild Alþingistíðinda. (1705)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Jón Jónatansson:

Jeg ætla að leyfa mjer að koma fram með ofurlitla athugasemd í málinu. Í 6. gr. er gert ráð fyrir, að foreldrarjetturinn nái til barnanna, til 18 ára aldurs. Þetta mun ekki vera rjett, hann mun að öðru leyti ekki ná til þeirra lengur en til 16 ára. Hjer kemur því fram ósamræmi við gildandi lög, sem þarf að að taka til athugunar og laga.