24.07.1913
Efri deild: 15. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 258 í B-deild Alþingistíðinda. (1706)

35. mál, ný nöfn manna og ættarnöfn

Umhoðsmaður ráðherra (Kl. J.):

Það mun verða þörf á að laga ýmislegt í frv., eins og það mun fara úr þessari deild; en hv. Nd. á eftir að fjalla um það, og má þar koma að lagfæringum.

Jeg skal geta þess út af ræðu hv. 2. þm. Árn., að sumir af lögfræðingunum í stjórnarráðinu líta svo á, að foreldrarjetturinn yfir börnunum nái til 18 ára aldurs; aðeins sje sú undantekning, að börn sjeu sjálfráð með að vista sig, úr því þau sjeu orðin 16 ára, en þetta sje undantekning frá hinni almennu reglu. Þetta atriði var einmitt tekið til skoðunar í stjórnarráðinu af þeim, sem frv. samdi.