29.07.1913
Efri deild: 18. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 291 í B-deild Alþingistíðinda. (1738)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Ráðherra:

Jeg er þakklátur háttv. nefnd fyrir það, hvernig hún hefur tekið í mál þetta, þótt jeg hins vegar sje henni ekki fullkomlega samdóma um sumar breytingarnar.

Nefndin er því mótfallin, að atkvæði, sem sami maður frer á fleiri listum, sje talin saman og reiknuð honum á þeim listanum, þar sem hann fær flest, og telur þetta raska rjetti þeirra, sem kjósa aðallistann, til þess að ráða röð hinna kosnu á listanum. En tilgangur þessa frumvarps er einmitt að stuðla að því, að kjósendum gefist kostur á að hafa áhrif á það, hverjir mennirnir skuli vera, sem fulltrúastarfið er falið, af þeim, sem um er að velja, án tillits til þess, hvernig þeim er raðað á listanum, og sje jeg ekki betur, en að ákvæðið í stjórnarfrumvarpinu sje í fullu samræmi við þennan tilgang.

Það kemur öllum kjósendum í bæjarfjelaginu við, hverjir ná kosningu, og þegar einhver vill styðja að kosning tiltekins manns, þá sje jeg ekki, því hann ekki má gera það á hvaða lista, sem honum bezt geðjast, og nafn mannsins stendur á. Grundvöllur hlutfallskosninga raskast ekki við slíkt. Hlutfallskosningarinnar hugsjón er það, að hver stefna fái það fulltrúamagn, sem henni ber að tiltölu rjettri. En þetta hefur alls ekki áhrif á fjölda þeirra fulltrúa, er hver listi fær. Það virðist eðlilegt, að maður, sem menn af ýmsum flokkum geta sameinazt um í sameiginlegu trausti, án tillits til flokksfylgis, nái kosningu, og komist ofar á sínum flokkslista, heldur en þeir, sem engir vilja kjósa, nema vegna flokksaga.

Flokkarnir hjer á landi eru ekki svo ákveðnir, eða flokkstakmörkin svo skýr, að þetta geti komið í bága við neinar rjettmætar kröfur manna, eða hagsmuni þeirra Til þess þyrfti stefna flokkanna og kjósendanna að vera miklu ákveðnari, og fastbundnari, heldur en hún eftir hlutarins. eðli getur verið í almennum bæjarmálefnum. Hjer í Reykjavík hefir bólað á alvarlegri óánægju yfir því, að kjósendur gætu ekki ráðið röð fulltrúsefnanna á listanum, og yfir því, að fulltrúsefni nyti þess ekki, þó hann fengi atkvæði á mörgum listum, heldur yrði einn einstakur listi að vera svo sterkur, að hann geti komið honum að. Úr þessari rjettmætu óánægju vill frumvarpið bæta. Til þess að ekki verði hætt við, að þessu verði misbeitt, og til þess að fyrirbyggja ómerka ruglingslista, þá er tekið fram, að ekkert tillit skuli þó vera tekið til atkvæða á öðrum listum en þeim, er hafa svo mikið atkvæðamagn, að þeir geti komið fulltrúa að.

Annars er mjer þetta ekki kappsmál, en mjer finst það vera rjett, að kjósendur fái að ráða því, hverjir kosnir eru, og mjer finst það alls ekki vera óviðkomandi kjósendum B-listans, hverjir eru kosnir á A-listanum, og ekki nema eðlilegt, að þeir geti stuðlað að því, að einn verði kosinn óðrum fremur, þó að þeir geti ekki hindrað, að listinn fái svo og svo marga fulltrúa.

Önnur breytingartillaga háttv. nefndar, er jeg vildi minnast á, er, að atkvæði skuli ekki falla á þann lista, er flest atkvæði hefur, heldur á þann lista, er hefur stærst brot, þegar svo hefur atvikazt, að einhver listi á rjett á fleiri fulltrúum en nöfn eru listanum. Þetta kemur auðvitað ekki oft fyrir, enda ætti það að vera vorkunnarlaust, að hafa nöfnin nógu mörg. En ef þannig ber undir, þá finst mjer hiklaust rjettara og nær grundvallarreglum hlutfallskosningar, að þá sje tekinn fulltrúi af þeim lista, er flest atkvæði hefur, því annars getur það orðið til þess, að listi með fáa kjósendur að baki sjer gæti komið að fullírúa, sem hann á enga heimting á að tiltölu rjettri.

Þriðja breytingin er sú, að ef einhver þarf hjálp til kosningarinnar, að þá megi hann ráða því sjálfur, hvern hann velur sjer til aðstoðar; en sje ekki bundinn við það, að velja einhvern úr kjðrstjórninni. En jeg tel rjettara, að það sje bundið við kjörstjórnina, því ella getur sá, er vill, haft áhrif á atkvæði kjósandans, þvingað hann til þess, að fá aðstoð sína, og þannig þvingað hann til þess, að kjósa eins og þessi atkvæðasmali vill. Eitt aðalatriðið í lögunum er launungin á kosningunni, en hjer væru opnaðar dyrnar til þess, að áfjáður atkvæðasmali gæti raskað löghelgaðri launung.

Að öðru leyti get jeg verið samþykkur breytingartill. nefndarinnar, þótt jeg t. d. áliti, að það sje betra, að hafa stryk en kross við kosninguna, því krossinn má hægtega gera svo margvíslega úr garði, að hægt sje með honum að gefa merki um, hver krossinn hefur gert, t. d. með því að hafa álmurnar mislangar, halla honum ýmislega o. s. frv.

Enn þá er eitt atriði er jeg vildi leyfa mjer að benda nefndinni á til athugunar til 3. umr. og það er ný breyting á sjálfu stjfrv. Það er um það, hvernig gildi atkvæða skuli metið á hverjum lista.

Eins og nú er, þá er talan

1 talin við nafn hvers kosins

fulltrúa, 1 atkv.

2 talið 1/2 atkv.

3 talið 1/3 úr atkv.

4 talið 1/4 úr atkv.

o. s. frv. En þetta er ekki fullkomlega hlutfallslegt. Brotin smækka ekki jafnt. Mismunurinn á atkvæðatölum fulltrúsefnanna verður misjafn. Þeir fyrstu fá miklu stærra brot úr atkvæði heldur en þeir seinni. Munurinn á þeim, sem merktur er nr. 1, og þeim, sem er merktur með tölunni 2,

verður 1 - 1/2 = 1/2 atkv.

Munurinn á nr. 2 og nr. 3

verður 1/2 - 1/3 = 1/6 atkv.

Munurinn á nr. 3 og nr. 4

verður 1/3 - 1/4 = 1/12 atkv.

Munurinn á nr. 4 og nr. 5

verður 1/4 - 1/5 = 1/20 atkv.

Þetta er alt of misjafn munur, og gerir þá, er fyrstu töluna fá, miklu betur setta en hina.

Það væri rjettara, þegar t. d. 5 væru í kjöri, að reikna atkvæði þess fyrsta 5/5, þess næsta 4/5, þess þriðja 3/5, þess fjórða 2/5, og þess neðsta 1/5. Þetta er rjett hlutfall þá er „differensinn“ alt af jafn. Án brotareiknings væri hægt að framkvæma þetta annaðhvort með því, að talan 5 væri í þessu tilfelli mörkuð við þann, er kjósandi vill helzt, 4 við þann, er hann kýs þar næst o. s. frv., eða þá með því, að merkja eins og frv. greinir, og telja þann fyrst kosinn, er lægsta atkvæðatölu fær, er tölurnar eru samanlagðar, og svo koll af kolli.