29.07.1913
Efri deild: 18. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 295 í B-deild Alþingistíðinda. (1739)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Guðjón Guðlaugsson:

Háttv. framsm. hefur gert grein fyrir því ógáti mínu, að jeg skrifaði fyrirvaralaust undir nefndarálitið, sem jeg þó ekki hafði ætlað mjer, vegna þess að jeg er hv. samnefndarmönnum mínum ósamþykkur um eitt atriði. — Það hefur glatt mig, að þetta frv. hefur komið fram, þó að persónulega þurfi jeg ekki á slíkum lögum að halda, þar sem jeg er sveitamaður. En þetta frv. er bygt á sama grundvelli sem frv. það um kosningar til alþingis, sem lá hjer fyric þinginu 1907 og jeg þá veitti fylgi mitt. Því miður komst það frv. ekki í gegnum þingið, en jeg vona, að flestir sjeu nú orðnir sammála um, að hlutfallskosningar sjeu rjettlátastar, því að meiri hlutinn getur þá aldrei útilokað minni hlutann, eins og hv. framsm. hefur tekið fram. En þessari kosningaraðferð er stórum spilt með því, að setja marga fulltrúa á sama listann, án þess að kjósendur geti ráðið neitt við, í hverri röð nöfn þeirra standi á listanum. Samkvæmt þeirri aðferð er sá, sem fyrstur er settur á listann, lika sjálfsagður til þess að fá flest atkvæðin. En það verða vitanlega oft „klíkur“ eða ráðríkir einstaklingar, sem mikið eiga undir sjer, sem ráða niðurröðun fulltrúanna á listann. Frv. það, sem hjer liggur fyrir, gefur nú kost á þeirri stjórnrjettarbót, áð hver einstakur kjósandi getur fyrir sitt leyti ákveðið, í hverri röð nöfnin eigi að standa á listanum, — hann getur gert þann fyrsta siðastan og þann síðasta fyrstan. Þar með er hverjum einstakling trygður sá rjettur, sem honum ber, til þess að haft áhrif á, hver sje málsvari hans.

Annar höfuðkostur frv. er í mínum augum sá, — eins og stjórnin einnig hefur tekið fram í athugasemdum sínum við frv. — að samkvæmt því fær fulltrúæfnið ekki eingöngu þau atkvæði, sem honum bera af sínum lista, heldur getur hann einnig fengið atkvæði af öðrum listum Sanngirnin virðist mæla með því, að sá maður, sem fær atkvæði á mörgum listum. nái kosningn, þótt atkvæðin sjeu ef til vill ekki mörg á hverjum lista fyrir sig. Ef einhver maður er tekinn upp á marga eða ef til vill alla lista, þá virðist það ótvíræð bending í þá átt, að hann hafi alment fylgi, og sje maður vel þokkaður. Það getur auðvitað verið, að hann sje enginn skörungur, en góður maður og gegn, og óski því margir án flokksgreinarálits að hann nái kosningu. Mjer virðist auðsýnilegt, að slíkur maður ætti að vera rjettkjörinn í bæjarstjórn. Jeg get því ekki verið sammála hv. meðnefndarmönnum mínum um, að fella þetta ákvæði burt úr stjfrv. og var það því aðeins af vangá, að jeg skrifaði ekki undir nefndarálitið með fyrirvara, þó að jeg sje samnefndarmönnum mínum samdóma í öllum öðrum atriðum.

Hv. ráðherra mótmælti þeirri brtill. nefndarinnar, að blindir menn eða á annan hátt fatlaðir, mættu kveðja hvern sem þeir vildu til að aðstoða sig við atkvæðagreiðsluna. Stjfrv. skyldar slíka menn, eins og menn vita, til þess að kveðja einhvern úr kjörstjórninni sjer til aðstoðar. En jeg hygg að breytingartillagan sje á fullum rökum bygð; mjer finst hún alveg sjálfsögð, og byggi jeg þá skoðun mína ekki á óljósu hugboði, heldur á fullri reynslu. Mjer er kunnugt um, að við síðustu kosningar til alþingis voru í einu kjördæmi þrír blindir menn í sama hreppnum. Einn þeirra varð að sækja um leyfi til þess að fá að greiða atkvæði í öðrum hreppi, vegna þess að hann trúði ekki þeim mönnum, sem sátu í kjörstjórn í hans hreppi. Hann átti þó tengdason, er einnig var kjósandi í sama hreppnum og hefði auðvitað legið beinast við, að hann hefði notið hans aðstoðar við atkvæðagreiðsluna, ef lög hefðu leyft. Brtill. þessi er framkomin fyrir mína tilstuðlun, og er mjer þetta atriði talsvert áhugamál, sjerstaklega vegna þess að jeg vona, að þessi lög verði fyrirrennari margra annara laga, sem byggist á sama grundvelli. Einmitt þess vegna vildi jeg óska, að þessi brtill. verði samþykt, þótt jeg hinsvegar vilji fúslega játa, að flokkaskiftingin er ekki nándarnærri eins skörp við bæjarstjórnarkosningar eins og við alþingiskosningar. Jeg held, að það sje alveg nauðsynlegt að breyta þessu atriði — og raunar mörgu og miklu öðru — í núgildandi lögum um kosningarnar til alþingis: H. ráðh. ljet í ljósi ótta um, að ef brtill. yrði samþykt, kynnu áfjáðir og ósvífnir atkvæðasmalar að misbeita þeirri heimild, sem þeir samkvæmt henni gætu fengið til að aðstoða menn við kosningar. En jeg hygg, að blindir og fatlaðir menn mundu jafnan velja einhvern ættingja sinn eða nákominn flokksbróður sjer til aðstoðar. Pólitíkin er oft svo æst vor á meðal, að það er að leiða menn í of mikla freistni, að láta vissa ákveðna menn hafa einkarjett til þess að kjósa fyrir aðra. Jeg hygg, að það verði affarasælast, að þeir, sem á aðstoð þurfa að halda, sjeu ekki lógskyldaðaðir til að kveðja tiltekna menn sjer til hjálpar, heldur að þeir hafi um sem flesta að velja.