30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 305 í B-deild Alþingistíðinda. (1747)

64. mál, friðun æðarfugla

Steingrímur Jónsson:

Jeg get verið háttv. nefnd þakklátur fyrir brtill. hennar á þgskj. 194. Þær koma að mestu heim wið ummæli mín við 2. umr., og jeg tel frv. mjög bætt, ef þær verða samþyktar.

Jeg á hjer brtill. á þgskj. 196, og þarf jeg ekki að fjölyrða um hana. Jeg hef áður gert grein fyrir skoðun minni í þessu efni. Jeg álit það hvorki eðlilegt nje nauðsynlegt að banna varpeigendum að taka eggin, að banna þeim með öðrum orðum að taka eign sína, og sama er að segja um það ákvæði, að eigi megi hirða dauðaæðarfugla. Það er alt öðru máli að gegna um þetta, en um bannið gegn drápi á fuglinum. Fleygur fuglinn er einskis manns eign, en egg og dauðir fuglar eru eign þess manns, er á landið, sem þau finnast á. En samt skal jeg geta þess, að jeg mundi vera þessu meðmæltur, ef þessi ákvæði væru nauðsynleg, en jeg get ekki sjeð, að svo sje.

Háttv. framsögum. (S. St.) tók aftur 4. og 5. brtill. nefndarinnar Jeg get ekki fallizt á þær ástæður, er hann færði fyrir því. Jeg tók það fram við 2. umr., að það yrði engin ástæða færð fyrir því, hvorki frá lagalegu nje siðferðilegu sjónarmiði, að banna að hirða dauðau æðarfugl. Og jeg fæ ekki sjeð, að 5. brtill. nefndarinnar, sem nú á að taka aftur, sje varhugaverð frá lagalegu sjónarmiði. Hjer á að tryggja mönnum rjett til þess, að þeir geti haldið eign sínui, og hví skyldu þeir vera ofgóðir til að sanna eign sína. Fuglinn rekur á land einhvers; hann á hann að guðs og manna lógum, og hví skyldi hann ekki mega hagnýta sjer hann eins og hann vill.

Háttv. framsögum. (S. St.) bar fyrir sig álit lögfræðings um þetta breytingarákvæði. Jeg hef líka talað við lögfræðing um þetta, justitiarius, og hann sá engan annmarka á þessu ákvæði. Kringumstæðurnar eru oft þannig, að koma má sönnunargögnum við. T. d. á maður hrognkelsanet á sjó, og finnur í þeim tvær dauðar kollur; ef tveir menn eru með, þá er það nægileg sönnun.

Jeg skal nefna eitt dæmi enn. Maður gengur á fjörur, eins og víða á sjer daglega stað; hann er að líta eftir, hvort ekki hafi eitthvað rekið, svo sem trje, hval, fugl, og nú fer svo, að hann finnur sjórekinn dauðan fugl, sem hann svo tekur heim með sjer og sýnir. Geti hann nú sannað, að hann hafi ekki haft með sjer neitt verkfæri, er hann hafi getað drepið fuglinn með — og það á honum oftlega að vera innanhandar — þá ætti hann að vera sýkn saka, þótt hann hafi hirt dauðan fugl.

Jeg skora því á háttv. deild að samþykkja brtill. um að hirða megi dauðan æðarfugl að ósekju, þegar það sannast, að sá á engan þátt í dauða fuglsins, sem hann hirðir. Slíkt verður engum að tjóni, en rjettindum manna er betur borgið á þann hátt. Jeg tek því upp báðar brtill. háttv. nefndar, er hún kvaðst taka aftur.

Að endingu tek jeg það fram aftur, að jeg mun greiða atkvæði með brtill. háttv. nefndar, því mjer lika þær betur en tilsvarandi ákvæði frv.