30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 322 í B-deild Alþingistíðinda. (1756)

64. mál, friðun æðarfugla

Steingr. Jónsson:

Út af latínuorðum hins hv. þm. Vsk., skal jeg leyfa mjer að geta þess, að nafnið „probatio diabolica“ á ekki við 5. brtill. á þgskj. 174. Það er, „probatio diabolica“, þegar lög mæla svo fyrir, að maður á í sakamáli að sanna það, að hann hafi ekki drýgt þann glæp, sem á hann er borinn. En hjer er ekki um sakamál að ræða, heldur að maður sanni eignarrjett sinn til einhvers hlutar.