30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 323 í B-deild Alþingistíðinda. (1758)

64. mál, friðun æðarfugla

Einar Jónsson:

Jeg vil geta þess út af orðum h, þm. Ísaf., að þar sem jeg þekki til, hefur það ekki reynzt neitt varhugavert, að flytja eggin til í hreiðrunum. Það virðist ekki hafa valdið neinu ónæði, eða truflun í varpinu; fúleggjum hefur alls ekki fjölgað við það. Jeg vil geta þess, mönnum til athugunar, að manni þeim, sem átti að gæta varplands þess, sem jeg hjer hef verið að tala um, var einu sinni skipað, að koma alls ekki í varpið fyrsta mánuð varptímans. Hann hlýddi boðinu, þótt hann áliti það óhyggilegt, en svo fór, að þegar hann eftir einn mánuð kom í varpið, þá var það orðið mjög eyðilagt, þar sem það var þjettast. Eggin lágu þá í hrúgum hver breiðan ofan á annari, og voru yfirgefin fyrir löngu. Jeg get þessa aðeins til þess að sýna framá, að rjettast er að ganga við og við um varpið til þess að gæta að því, þótt egg sjeu ekki tekin, enda er altaf eitthvað af kaldeggum, sem rjett er að taka.