30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 325 í B-deild Alþingistíðinda. (1761)

56. mál, sala á þjóðjörðinni Fossi í Suðurfjarðarhreppi

Steingrímur Jónsson:

Jeg hef ekkert á móti því, að þessu máli sje vísað til stjórnarinnar, því að jeg er nefndinni sammála um, að ekki þurfi sjerstök lög til að selja þessa jörð. En hinu verð jeg að mótmæla, að háttv. deild fari að gefa meðmæli sín til þess, að jörðin sje seld; því stjórnin hefur betri tök á, að afla sjer allra upplýsinga um þetta mál, heldur en vjer, sem sitjum í þessari háttv, deild. — Jeg er sammála hreppstjóranum, sem segir í álitsskjali sínu, að það gæti verið bagalegt, að sinn væri eigandi að hverju, jörðinni og fossi og námu. Jeg álít því bezt við eiga, að stjórnarráðið taki sjálft ákvörðun í þessu máli, án þess að alþingi skifti sjer hið minsta af því.