30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 327 í B-deild Alþingistíðinda. (1764)

56. mál, sala á þjóðjörðinni Fossi í Suðurfjarðarhreppi

Steingrímur Jónsson:

Jeg verð enn að halda því fram, að stjórnarráðið standi betur að vígi til að kynna sjer þetta mál en þingið. Stjórnarráðið er skyldugt til að kynna sjer það. Þingið hefur aðeins rjett til þess, en enga skyldu. Stjórnarráðið getur látið hreppstjóra og aðra gefa skýrslur um málið. Það getur látið sýslunefnd taka það til íhugunar. Það getur í þriðja lagi sent sjerstakan mann hjeðan til að rannsaka það. Í fjórða lagi getur það látið sjerfróða menn rannsaka kolanámuna. Mjer þótti það skrítið, sem háttv. þm. Barðstr. [H. Kr.), sagði um hreppstjórann. Jeg er ekki kunnugur þar vestra, en hitt veit jeg, að ef einhver hefði dróttað slíku að einhverjum hreppstjóra í Þingeyjarsýslum, að jeg þá hefði tekið málstað hans og það rækilega.