30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í B-deild Alþingistíðinda. (1765)

56. mál, sala á þjóðjörðinni Fossi í Suðurfjarðarhreppi

Hákon Kristoffersson, framsögum.:

Það var að eins örstutt athugasemd um skýrslu hreppstjórans. Hún hefur legið hjer fyrir, og þar sem það, sem þar er sagt, er sagt út í loftið, getur það varla stafað af öðru en því, að eitthvað líkt hefur vakað fyrir honum, og jeg sagði.

Til þess að fyrirbyggja allan misskilning, vil jeg geta þess, að jeg hef það álit á viðkomandi hreppstjóra, að hann sje mesti sómamaður, enda þó jeg verði að álíta, að framkoma hans í þessu máli sje öðru visi en hún ætti að vera.