30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 328 í B-deild Alþingistíðinda. (1767)

92. mál, sauðfjárbaðanir

Þórarinn Jónsson, flutningsmaður:

Það er ekki gustuk að vera langorður, þar sem umræður eru nú orðnar svo langar, og við þessa umræðu er það líka óþarfi.

Þetta mál er ekki nýtt, og það hefur mikið verið um það rætt, en það er nýtt í þeim búningi, sem það kemur hjer fram í. Þetta frumv. er til orðið af því, hvernig fór um mál þetta á síðasta þingi. Frumv. stjórnarinnar um útrýmingarbaðanir var þá felt, en í stað þess samþykt þingsályktunartillaga í báðum deildum þess efnis, að skora á stjórnina, að leita undirtekta hjá fjáreigendum út um land um það, hvort þeir óskuðu eftir heimildarlögum um þrifabaðanir. Þetta hefur verið gert, og svör eru nú komin. Samkvæmt þessum svörum höfum við flutt þetta frumvarp. Stefna þess er í samræmi við þau,. eftir því sem við flutningsmenn þýðum.

þau. Þau eru þess vegna fyrsta ástæðan til þess, að frumvarpið er fram komið. Í öðru lagi álítum við, að lög um almennar þrifabaðanir hafi mikinn hagnað í för með sjer fyrir alla fjáreigendur landsins, og muni hagnaður sá vega mikið meira en á móti þeim tilkostnaði, sem á menn legst eftir frumvarpinu. Í þriðja lagi er það trú okkar, að almennar þrifabaðanir, lögskipaðar með góðu eftirliti, muni að minsta kosti verða til þess, að kláðinn haldist niðri, ef það ekki getur dregið lengra, og styður það ýms reynsla, sem þegar er fengin.

Af því að skjöl þau, sem snerta mál þetta, eru yfirgripsmikil, tel jeg sjálfsagt, að nefnd fjalli um það, og skal jeg leyfa mjer, að aflokinni þessari umræðu, að stinga upp á 3 manna nefnd.