30.07.1913
Efri deild: 19. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 357 í B-deild Alþingistíðinda. (1785)

24. mál, siglingalög

Sig. Eggerz, framsögumaður:

Jeg er fús á að taka þessa athugasemd til greina. Próf. Jón Kristjánsson hafði lagt til, að orðin „í Danmörku“ væru feld burtu, en stjórnarráðið hefur viljað halda þeim. Jeg veit ekki, hverjar ástæður stjórnin hefur til þessa; hef því miður ekki leitað mjer upplýsinga hjá stjórninni um það. Jeg skal, sem sagt, athuga þetta, en ef staðfestingarsynjun liggur við, ef orðin eru feld í burtu, þá álit jeg rjettara að alda þeim.