14.07.1913
Neðri deild: 10. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í C-deild Alþingistíðinda. (179)

50. mál, vegir

Flutningsm (Kristinn Daníelsson):

Frumvarpið fer fram á að vegurinn frv Reykjavík til Hafnarfjarðar verði tekinn í tölu þeirra vega, sem í vegalögunum frá 22. Nóv. 1907 eru nefndar flutningabrautir. Orsökin til þess að farið er fram á þetta er annars vegar sú, að mikil þörf er á, að sæmilega góður vegur sé á þessum stað, og hins vegar sú, að ekki verður séð að úr þeirri þörf verði bætt með öðru móti en þessu.

Það er ætlast til í vegalögunum, að flutningabrautir skuli vera þar sem mest flutningaþörf er. En nú vill svo til að sjálfsagt er ekki til sá vegarspotti á landinu, þar sem meiri umferð er en á þesssum stað, sem eðlilegt er, þar sem höfuðstaðurinn er annars vegar og einn af fjölmennustu kaupstöðum landsins hins vegar. Það líður ekki nokkur sá dagur, að ekki fari fjöldi af hlöðnum vögnum um þenna veg, og það er einmitt eitt ákvæðið í vegalögunum, að flutningabrautir skuli vera vel færar hlöðnum vögnum. Nú er þessi vegur venjulega svo — nema um hásumarið, þegar alstaðar eru vegir, þar sem vegir geta á annað borð verið, — að hann er í mesta máta ógreiðfær og til mikils trafala allri umferð. Viðhaldsskyldan hvílir á þeim sýslufélögum, sem mynda kjördæmi okkar flutningsmannanna, og þess vegna höfum við orðið til þess að bera þetta frv, fram, þó að það hafi ataðið öðrum eins nærri. Þetta sýslufélag, sem er ofhlaðið kostnaði af vegum og þarf nauðsynlega enn að leggja nýja vegi, hefir hingað til verið pressað tilað halda þessum vegi við. En því er gersamlega ómögulegt að halda honum við eins og þörf krefur. Hingað til hefir ofaníburði verið fleygt í hann við og við, en það er sama. sem að fleygja peningunum í sjóinn, því að veginn þarf að leggja af nýju og púkka hann, ef ofaníburður á, að koma að nokkuru haldi. En um það er sýslan ekki fær, auk allra annara byrða, sem á henni hvíla. Sérsklega stendur það landinu næst, að kosta þenna veg síðan Vífilsstaðahælið var sett á stofn, því að lang mest slit verða á vegnum í sambandi við það.

Að vísu má segja, að Vífilsstaðahælið sé ekki landsstofnun, en þrátt fyrir það getur það ekki talizt rétt, að láta fátækt sýslufélag halda veginum við fyrir þá stofnun. Það stendur landinu miklu nær. Vegurinn er ekki svo langur, að hægt sé að líta svo á, að hér sé um svo þunga byrði að ræða, að hún sé landssjóði ofvaxin. Vegurinn er til þess að gera mjög stuttur. — Frumvarið fer jafnframt fram á, að viðhaldið sé kostað að öllu leyti úr landssjóði. Er það sérstaklega Vífilstaðahælið, sem gerir það eðlilegt.

Eg skal svo ekki fjölyrða um þetta frekar, en vona að in háttv. deild taki málinu vel og byrji á því, að vísa því til nefndar. Vil eg leyfa mér, að gera það að tillögu minni að 5 manna nefnd verði kosin, að umræðunni lokinni.