01.08.1913
Efri deild: 21. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 385 í B-deild Alþingistíðinda. (1794)

128. mál, friðun fugla og eggja

Jón Jónatansson, framsm.:

Jeg fyrir mitt leyti var farinn að verða hræddur um, að þrátt fyrir alt það eggjahljóð, sem verið hefur hjer í deildinni, að úr þessu frv. ætlaði ekkert annað að verða en örverpi. Nú hafa málin þó skipast svo, að ekki er loku skotið fyrir, að einhvern tíma komi fleygur fugl úr egginu. Þetta fuglamál hefur að vísu orðið nefndinni allerfitt, en hún hefur þó ekki viljað láta sitt eftir liggja, að gera tilraun til þess að bjarga því egnum deildina. Frv. á þskj. 212 er hvorki fugl nje fiskur, og hefur því efndin orðið að breyta því alsvert til þess að gera það frambærilegt. Með brtill. á þskj. 230 hefur nefndin reynt að finna meðalveg og gerir hún því ráð fyrir að brtill. á þskj. 224, 226 og 227 sjeu sjálffallnar úr sögunni. Jeg sje því ekki ástæðu til að fjölyrða frekara um brtill., því að jeg hygg, að öllum sje ljóst, hvað meint er með henni. Loks vil jeg fyrir nefndarinnar hönd láta þá ósk í ljósi, að úr því að hún hefur gert sjer slíkt far um að bjarga málinu, þá afgreiði háttv. deild það fljótt og hljóðalaust.