04.07.1913
Neðri deild: 3. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 22 í C-deild Alþingistíðinda. (18)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Ráðherrann (H. H.):

Eins og háttv. þdm. hafa tekið eftir, eru aðaltekjuupphæðirnar og gjaldaupphæðirnar hærri en áður hefir verið. Þessu til skýringar vil eg leyfa mér að taka fram það er nú skal greina.

Tekjuupphæðirnar nema nú samtals 3.706.470 kr. Er það talsvert hærra en síðast, munar sem sé um 800 þús. kr., sem áætlunin er hærri nú. Þó er alls eigi svo að skilja, að áætlunin um það, hvað inar ýmsu föstu tekjugreinir muni gefa af sér, sé í raun og veru hækkuð um það sem þessari upphæð nemur. Af slíkum hækkunum kveður mest að hækkun á símatekjunum, sem hér eru taldar 110 þús. kr. hærri en síðast. Er það bygt á fullkomlega rökstuddum skýrslum símastjórans. Þá er tóbakstollurinn hækkaður um 80 þús. kr. og kaffi og sykurtollurinn um 60 þúsundir, og eftir fenginni reynslu er þetta væntanlega ekki um skör fram. En auk þess Veldur það hækkun, að nú er gert ráð fyrir hálfri milljón kr. tekjum af vörutollinum, þar sem í síðustu fjárlögum ekki er gert ráð fyrir nema c. 300 þús. kr. af áfengistollinum. Hér munar því um 200 þús. kr. En auk þessa veldur það hækkun, að hér eru taldar tekjumegin upphæðir, sem hafa verið ótaldar þar áður. Nema þær um 250 þús. kr., eins og sjá má af 3. og 4. gr. Meðal þeirra eru leigur af bankavaxtabréfum keyptum Samkvæmt lögum nr. 14, 9. Júlí 1909, 91 þús. kr. og væntanlega útdregin bankavaxtabréf 3. flokks 40 þús. kr., og ennfremur afborganir af útlánum viðlagasjóðs, kr. 116.000.

Úr því að vextir af viðlagasjóðafé eru og hafa stöðugt verið taldir til tekna í áætlun fjárlaganna, virðist rétt, að afborganir af útlánum viðlagasjóðs séu einnig taldar til tekna á sama hátt, þó þar sé að ræða um tekjur af eyðslu höfuðstóls. Það verður á engan eðlilegan hátt sundurgreint frá öðrum sams konar tekjum, því að afborganirnar renna til landssjóðs öldungis á sama hátt og vextirnir. Þeim er á engan hátt haldið aðskildum frá inum sameiginlega sjóði. Auk þess virðist það ljósara að tilfæra upphæðina hér og hægara til yfirlits. En á því er engin vanþörf, því að það er eins og mönnum Sé aldrei almennilega ljóst, hvað viðlagasjóðurinn er eða megnar. Menn halda, að úr honum megi ausa stórum upphæðum, en gæta ekki að því, að handbært fé hans er ekki annað en þessar afborganir. En ef afborganirnar eru taldar til tekna í fjárlögunum, eiga menn hægt með að átta sig á hvernig þessu er farið, og geta í einni svipan séð, bæði hversu miklum tekjuhalla og lánveitingum má ávísa á viðlagasjóðinn, og hins vegar einnig, hversu mikið þarf að lána út eða kaupa af skuldabréfum til þess að Skuldabréfaeign viðlagasjóðs skerðist ekki frá því sem nú er.

Útgjöldin eru talin Samtals 3.630.833 kr., en voru á síðustu fjárlögum 3.333.000 kr. Hér lítur því svo út, sem farið sé fram á aukin gjöld. En svo er ekki. Mismunurinn stafar af því, að hér er í fyrsta skifti gerð grein fyrir öllum skuldum, rentum og afborgunum landssjóðs gjaldamegin í fjárlögunum. Í gildandi fjárlögum er ekki gerð grein fyrir vöxtum og afborgunum nema af einu láni, láninu frá 1908. En fyrir láninu sem tekið Var 1909, og ekki hefir borið sig, Var engin grein gerð öðru vísi en á fylgiskjali Við landsreikninginn. Í fjárlögunum voru ekki taldar til útgjalda við það lán nema einar 150 kr., sem áttu að vera «provisionakostnaður«. Í landsreikningnum 1911 er kostnaðurinn við lánið frá 1909 frá dreginn þeirri 501 þús. króna upphæð, Sem landssjóði er talin til tekna fyrir seld bankavaxtabréf o. fl.

Það virðist réttara, að láta alt þetta Sjást greinilega af fjárhagsáætluninni, svo að menn gengi þess ekki duldir, hvað lántökurnar kosta oss í raun og veru. Fyrir þetta hækka gjöldin um 352 þús. króna á fjárhagstímabilinu. En þegar sú upphæð er dregin frá öllum útgjöldunum í heild sinni, er svo langt frá því að gjöldin séu hærri en síðast, að þau eru þvert á móti 55 þús. kr. lægri, eins og eðlilegt er, þar sem veitingum til nýrra símabygginga er haldið hér fyrir utan, og greiðast sérstaklega af lánsfé, því er símalögin heimila að taka í því skyni.

Áður en en eg lýk máli mínu, vil eg benda á það, að upphæðin, sem talin er til útlána, er ið mesta, sem landssjóður getur veitt að þessu sinni, ef honum verður ekki séð fyrir nýjum tekjugreinum.

Eg finn ekki ástæðu til að dvelja við einstaka liði frv. Hæsti útgjaldaliðurinn er til kenslumálanna. Sú upphæð er yfir 1/2 millión kr. Og sé þar við bætt útgjöldunum til bændaskóla, iðnskóla, kvöldskóla o. s. frv., sem talið er í 16. gr., verður sú upphæð, er til kenslumálanna gengur, 80 þús. kr. hærri, eða 650 þús. kr. En það er eigi alllítill hluti allra útgjaldanna. Verður því ekki annað sagt, en að eitthvað sé hugsað fyrir framtíðinni.

Mun eg svo ekki gera fleiri athugasemdir fyrirfram.