06.08.1913
Efri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 419 í B-deild Alþingistíðinda. (1828)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Steinbr. Jónsson:

Það var 4. brtill. nefndarinnar, er jeg vildi minnast örlítið á. Hún fer fram á, að línan Sauðárkrókur –Siglufjörður verði 1. fl. lína. Jeg vil ekki segja, að það sje ósanngjarnt, en að eins benda hv. deild á, að þessi brtill. hlýtur að hafa miklar afleiðingar í för með sjer, ef hún verður samþykt. Eins og h. deild er kunnugt, var þessi símalína samþykt árið 1909 á þinginu þá á móti vilja þeirrar sljórnar, er hafði undirbúið fjárlögin. Og jeg hygg, að jeg fari ekki rangt með það, að það var þetta tilboð hjeraðanna um að leggja fram 10 þús. kr. til lagningarinnar, er olli því, að þessi lína var lögð, en eigi Vestmanneyjalínan. Vestmanneyingar lögðu þá síðan þá línu, og sá sími var síðar keyptur fullu verði af landinu. En 1909 buðu þeir 8000 kr. til hans. Ef nú þessi lína verður gerð að 1. fl. línu, þá merkir það, eftir því sem jeg skildi hv. frms., að hjeruðin fá endurgoldið það, sem þau eiga ógreitt af þessum 10. þús. kr., er þau buðust til að borga. Er þetta nú heppileg pólitík, að samþykkja símabyggingu vegna slíkra tilboða, en endurgreiða svo það fje, er boðizt var til að láta af hendi, fyrirtækinu til styrktar? Jeg sje ýmsar línur í 3. gr. símalagannar sem ættu sanngirniskröfu á og mætti færa í 1. fl., ef þessi lína verður tekin í hann. Jeg skal t. d. benda á línuna Egilstaði–Eskifjörð o. fl.; þar næst er línan Breiðamýri–Húsavík, Patreksfjörður–Ísafjörður.

Aukalínan frá Breiðumýri til Húsavikur var lögð 1908. Alþingi 1907 hafði veitt fje til hennar með því skilyrði, að sýslara legði fram 1/3 af stofnkostnaðinum. Sýslan lagði fram þetta fje. — 6500 kr. — og gekst að auki undir þá venjulegu skuldbindingu, að annast starfrækslu á öllum stöðum á línunni; það hefur hún einnig gert síðan, nema hvað landssjóður lagði fram 60 kr. til reksturs Húsavíkurstöðvarinnar 1912. — Bruttó-tekjur af þessari línu voru árið 1912 ca. 2100 kr.; þegar það er dregið frá, sem kom inn fyrir útlend skeyti og kostnaður landssjóðs við stöðvarnar, þá verða nettótekjur um 1600 kr. eða hjer um bil 12 1/2% af stofnkostnaði landssjóðs. Ef nú Siglufjarðarlínar verður tekin upp í 1. flokk, þá er jeg sannfærður um, að Þingeyingar munu fara fram á hið sama, að því er þessa línu snertir, og fá uppgjöf á því, sem eftirer af láni því, sem hvílir á sýslunni vegnalínunnar, en það eru 4700 kr. Það væri ekki hægt annað að segja, en þetta væri frambærileg krafa, þótt línan gefi ekki eins mikið af sjer og Siglufjarðarlínan. Jeg vil geta þess í þessu sambandi, að fyrir utan þær 25 þús. kr., sem veittar voru til Siglufjarðarlínunnar, veitti alþingi 1909 12000 kr. til þess að tvöfalda línuna frá Akureyri að Völlum. Auðvitað kemur þessi tvöföldun öllu landinu að gagni, en að nokkru leyti var þetta þó gert vegna Siglufjarðarsímans. — Þar að auki verður að taka tillit til þess, að Siglufjarðarlínan er á nokkuð völtum grundvelli bygð, þar sem þrif hennar eru aðallega komin undir síldarveiðinni. Símastjórinn hefur líka sagt mjer, að tekjur af Siglufjarðarstöðinni væru ekki afbragðsgóðar nema eina tvo mánuði ársins. Aftur á móti væru ýmsar góðar stöðvar á línunni, t. d. Hofsós. — Alt þetta gerir, að jeg hika við að greiða þessari tillögu atkvæði mitt. Jeg álít þvert á móti, að sýslufjelagið eigi að standa við skuldbindingu sína. En verði brtill. samþykt. þá mun jeg, gera mitt til, að Þingeyingar fái samskonar ívilnun, og þá mun jeg ekki heldur greiða atkvæði á móti viðlíka kröfum frá öðrum hjeruðum.

Þá vil jeg minnast á styrkinn til stöðvanna. Jeg get ekki verið hæstv. ráðherra sammála um, að hann sje óheppilegor, því að víða hefur orðið talsvert meiri kostnaðnr við rekstur þeirra en menn í upphafi bjuggust við. Fyrir harðfylgi einstakra manna eða hjeraða hafa svo styrkir verið veittir einstöku stöðvum, og virðist þá heppilegra, að gefin sje föst regla, sem nái jafnt yfir alla. Einkum er nauðsynlegt, að hámarki styrksins verði slegið föstu. Annars er jeg hræddur um, að símastjóri geti ekki varið sig fyrir þeim kröfum, sem að honum drífa úr öllum áttum, og tel jeg því þetta ákvæði til mikilla bóta.