06.08.1913
Efri deild: 24. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 421 í B-deild Alþingistíðinda. (1829)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Jósef Björnsson, framsögumaður:

Jeg vil leyfa mjer að svara nokkrum atriðum í ræðu háttv. 3. kgk. (Stgr. J.). Hann lagði mikla áherzlu á það, að haldið væri inn á hættnlega braut, ef þessi lína væri tekin upp í 1. flokk. En jeg vil benda á, að það er ekki nefndin, sem leggur inn á nýja braut í þessu máli. Á síðasta þingi var það ákveðið, að tekin væri upp í 1. flokk hluti af símalínu, sem hafði minni tekjur og því minni rjett til þess, en sú lína, sem hjer ræðir um, nefnilega Vestmannæyjasíminn, og þó einkum kaflinn frá Ölfusá til sambands við Vestmannaeyjasímann, sem er langt um tekjurýrari. Hjer er því kki um nýja stefnu að ræða, og ef gengið er inn á þá braut, að taka við nokkurri línu af hjeraði, þá er eðlilegast að byrja á þeirri línu, sem bezt borgar sig. En því erður ekki neitað. að engin lína hefur borgað sig betur en línan frá Sauðárkrók til Siglufjarðar. Hinn háttv. þm. benti á línuna frá Breiðumýri til Húsavíkur, en játaði þó um leið, að hún gæfi talsvert minna af sjer. Hinsvegar hjelt hann því fram, að tekjurnar af Siglufjarðarsímanum væru alls ekki öruggar, því að þær væru næstum því ingöngu komnar undir síldarveiðinni. Vera má, að þetta sje rjett, en við vonum báðir, að síldarveiðarnar eigi mikla framtíð og virðist ekkert hættuspil að treysta á það. Þar að auki vil jeg benda á, að árið 1912 komu inn 2225 kr. á Siglufjarðarstöðinni fyrir símasamtöl og stendur sú grein af tekjunum ekkert í sambandi við síldarveiðina. En aðaltekja stöðvarinnar er auðvitað hin miklu skeyti til útlanda, um og yfir 8000 kr. árlega, og eigi Siglufjörður framtíð, þá er sjálfsagt, að landssjóður fengi á sínum tíma riflegan hlut af þeim tekjum, sem nú fara til útlanda. — Þá gat hv. þm. þess, að línan frá Akureyri til Valla hefði verið tvöfölduð með nokkru tilliti til Siglufjarðar. Jeg skal ekki neita, að þetta hafi við nokkur rök að styðjast, en hann gerði of mikið úr þessu. Það var tekið fram á alþingi 1909, að svo þröngt væri orðið á línunni sökum aukalína, að þörf væri á að tvöfalda hana, þótt ekkert tillit væri tekið til Siglufjarðar, og tvöföldun þráða á aðallínunni eða köflum af henni kemur öllum stöðvum á stórum línuköflum við, og jafnvel afnotum allra símanna, og verður þar ekki á milli greint, hvað teljast á hverjum línuspotta til gjalda. Siglufjarðarsíminn á sinn hlut í þessu, en alveg óafmarkaðan og óverulegan hluta.

Það er eitt atriði í þessu máli, sem jeg enn þá ekki hef minzt á, en jeg vil tala nokkuð um. 1909 var í fjárlögunum ákveðið, að þessi lína ætti að liggja frá Vatnsleysu til Siglufjarðar, en ekki frá Sauðárkrók til Siglufjarðar. Milli Vatnsleysu og Sauðárkróks eru 12–14 km. Símastjórnin Ijet nú rífa upp þennan línupart og eudurnýja staura á þessu svæði, og fór ekki óverulegur partur af þessum 25000 kr., sem veittar voru. í þær umbætur á aðallínunni. (Stgr, J.: Hvað var gert við gömlu staurana?). Það veit jeg ekki, en að þessu unnu margir menn í margar vikur og hygg jeg, að ekki hafi minna fje farið í þetta en um eða yfir 6000 kr. er telja hefði átt til viðgerðar á aðallínunni. Þetta virðist hljóta að koma til álíta hjer, því að meðan þetta var á döfinni, var því ótmælt, bæði af sýslumanni og þingmönnum Skagfirðinga og enda fleirum mætum mönnum norður þar, er töldu slíkt óþarfa eyðslu á fje því, er veitt var til línunnar frá Vatnsleysu til Siglufjarðar, og óheimilt eftir ákvæði fjárlaganna.

Þá vil jeg minnast á það, sem hæstv. ráðherra sagði um síðari brtill. nefndarinnar. Hann hjelt því fram, að engin trygging, væri í því, þótt hámark væri sett fyrir styrknum til stöðvanna, því að síðari þing gætu breytt því. Þetta er að vísu satt, en jeg hygg, að menn muni síður krefjast, að styrkurinn verði færður upp, þegar alment jafnrjetti er í þessu efni, heldur en þegar svo stendur á eins og nú, að einstakir menn geta með harðfylgi aflað sínum stöðvum styrks. Hæstv. ráðherra sagði, að frá upphafi hefði verið svo til ætlazt, að eftirlitsstöðvar einar fengju styrk, en menn þurfa ekki annað en líta í nefndarálitið til að sjá, að margar aðrar stöðvar hafa orðið styrks aðnjótandi. Það er auðvitað sjálfsagt, að hreinar eftirlitsstöðvar, sem lítið annað hafa að annast en eftirlitið, hafi styrk. Slíkar stöðvar eru til; jeg þekki t. d. í grend við mig stöðvarnar beggja megin við Heljardalsheiði. En um ýmsar aðrar stöðvar held jeg, að þær hefðu aldrei fengið styrk, hefði hans ekki verið aflað með harðfylgir og slíkt harðfylgi er ekki síður ástæða til að óttast framvegis en hingað til. Það hefur jafnvel komið fyrir að stöðvar hafa lagzt niður um tíma, vegna þess að samkomulag hefur ekki fengizt við símastjórnina. Jeg held því, að ekki sje ástæða til að óttast, að þessi ráðstöfun mundi draga. úr tekjum símans; hún mundi þvert á móti draga úr auknum kostnaði, því að reynslan hefur sýnt, að 1/3 af stöðvunum hefur nú þegar fengið einhverja þóknun og þannig mun verða haldið áfram, þangað til aðeins sárfáar stöðvar eru þóknunarlausar. Jeg hlýt því ð halda þessari brtill. fast fram.