02.08.1913
Efri deild: 25. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 443 í B-deild Alþingistíðinda. (1842)

93. mál, hallærisvarnir

Steingrímur Jónsson:

Eins og tekið er fram í nefndarlitinu, er mál þetta þýðingarmikið og þess vert, að það komi fram á alþingi til íhugunar, og að reynt sje að ráða því til sem heppilegastra lykta.

En frv., sem hjer liggur fyrir, er þó töluvert athugavert. Aðalathugasemdin við það frá mínu sjónarmiði er sú, að hjer er farið fram á að leggja stóran skatt á þjóðina. Það er gert ráð fyrir að safna í sjóð 57000 kr. á ári, og þetta verður þjóðin að borga. Setjum svo að gjaldþol þjóðarinnar í beina og óbeina skatta sje 24 kr. fyrir hvert höfuð — það má deila um, hvort það sje meira eða minna þá yrði þessi nýi skattur hátt upp í 3% af allri upphæðinni; með öðrum orðum: hjer er tekinn töluverður hluti af gjaldþoli þjóðarinnar frá öðru. En það er gert meira: það er tekið mikið fje og lagt í sjóð, sem vjer vonum, að sjaldan þurfi að grípa til, en sem þó er þannig háttað, að hann verður jafnan að vera til taks, því að enginn veit fyrir fram, hvenær stórísar muni lykja strendur landsins, eða eldgos valda hallærum. Af því að sjóður þessi þarf jafnan að vera til taks, getur hann ekki gefið fylstu vexti, og langt frá, að fjeð gæti orðið eins arðberandi, eins og ef því æri varið til arðsamra fyrirtækja fyrir þjóðina. Þetta hef jeg að athuga við frv., en þó er ekki þar með sagt, að jeg muni leggjast móti því.

Ef hægt væri að girða fyrir með frv., að svipaðar afleiðingar yrðu af harðindum eins og varð 1782–1785 eða eins og varð 100 árum síðar, 1882–1887, hvort sem heldur væri um mannfelli eða efnatjón að ræða, þá væri vel gerandi að verja af gjaldþoli þjóðarinnar til þess, því að þau 3% mundu koma aftur. En jeg er í vafa um, hvort aðferð sú, sem ætlazt er til að sje höfð í frv., sje tryggileg, eða hvort hún sje bezta aðferðin til að ná takmarkinu, nefnilega að tryggja sig gegn afleiðingum harðæranna. Þótt nú að þetta sje álit mitt, þá hef jeg samt ekki komið fram með brtill. og skal því ekki fjölyrða um einstakar greinar frv. að þessu sinni. En af því jeg álít, að þetta mál sje allþýðingarmikið, þá mun jeg greiða því atkvæði til 3. umr., og þá athuga, hvort rjett sje, að það fái að ganga út úr þessari h. deild.

En það er eitt atriði, sem jeg vildi minnast á, og það er brtill. við 11. gr. Þar er innleiddur sá sparnaður, að taka innheimtulaunin af sýslumönnum og bæjarfógetum. Það má auðvitað segja, að það sje ljettara, að innheimta gjaldið frá hreppsnefndum, heldur en einstaklingum, en er nokkur ástæða til að láta sýslumenn og bæjarfógeta gera þetta; er ástæða til þess að vega enn í hinn gamla knjerunn, að vera að hrúga störfum á þessa embættismenn fyrir ekkert gjald. Því má ekki borga þetta gjald beint til stjórnarinnar? Það er ósiður að vera að leggja kvaðir á menn, án þess að þeir fái nokkuð fyrir það. Þetta er að vísu ljett starf, en því fylgir þó altaf fyrirhöfn og ábyrgð.