08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 465 í B-deild Alþingistíðinda. (1856)

47. mál, styrktarsjóður handa barnakennurum

Hákon Kristoffersson:

Jeg ætla ekki að fara mörgum orðum um þetta frumvarp. Jeg get tekið undir með þeim, sem telja varhugavert, að skifta landssjóði upp í marga smærri sjóði, og vona, að sú leið verði athuguð, eins og vert er. En jeg get ekki fallizt á það, sem háttv. þingm. Ísfirðinga sagði, að það, sem hjer er farið fram á, sje í rauninni sama og eftirlaun, og virtist hann vera hlyntur málinu al þeirri ástæðu. Þann veg lít jeg ekki á málið, því jeg er þeirrar skoðunar, að afnema beri öll eftirlaun, og þar sem hann sagði, að ef það yrði gert, mundi allskonar styrkbeiðslum rigna yfir þingið, þá get jeg ekki litið svo smáum augum á embættismennina, að búast mætti við slíkum sultarbeiðnum frá þeim.

Jeg lít svo á, að það sje vel til fallið, að styrkja viðleitni manna til þess að sjá sjer borgið í ellinni. og þar eð aðeins er farið fram á tillag í nokkur ár, mun jeg verða meðmæltur þessu frumvarpi.. En áður en jeg lýk máli mínu, vil jeg enn á ný mótmæla því, að hjer sje um nokkur eftirlaun að ræða, því. að með eftirlaunum mun jeg aldrei verða, nema ef um eftirlaun til allra væri að ræða.