08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 470 í B-deild Alþingistíðinda. (1863)

22. mál, eftirlit með fiskveiðum í landhelgi

Steingrímur Jónsson, framsögumaður:

Sem framsögumaður nefndarinnar, finn jeg mjer skylt, að láta uppi álit um breytingartillöguna á þingskj. 295. Nefndin lítur svo á, að breytingartiltaga þessi sje ekki heppileg.

Í frumvarpinu stendur, að alþingiskjósendur eigi að gera út um málið, og það álit jeg lang eðlilegast, því jer er um einskonar lög að ræða, og er eðlilegast, að þetta vald sje lagt í hendur alþingiskjósenda. En í breytingartillögunni er farið fram á, að allir, er hafa atkvæðisrjett í sveitarmálnm og fiskiveiðar stunda, hafi þar um atkvæðisrjett, en þá yrðu þeir miklu fleiri, er ættu atkvæðisrjettinn, og verra að ná til þeirra.

Jeg vil benda á það, að eins og breytingartillagan er orðuð, þá má misskilja hana, eða skilja á fleiri en einn veg. Eða hvað þýðir þetta „og“. Á það að vera til þess að fjölga kjósendunum, þannig að atkvæðisrjett fái allir, er hafa atkvæðisrjett í sveitarmálum og auk þess þeir, er fiskiveiðar stunda, þótt þeir ekki hafi atkvæðisrjett í sveitarmálum. Eða á það að vera til þess að takmarka, þannig að þeir einir hafi atkvæðisrjett, sem atkvæðisbærir eru í sveitarmálum, enda stundi fiskiveiðar. En hvor skilningurinn, sem lagður er í orðið „og“, þá yrði oft erfitt að segja, hverjir hefðu atkvæðisrjett, eða hvað feldist í orðunum „fiskiveiðar stunda“, t. d., hvort fiskiveiðarnar þyrftu að vera höfuðatvinna eða aukaatvinna. En ef miðað væri eingöngu við þá, er hafa atkvæðisrjett í sveitarmálum, þá væri auðvitað hægt, að framkvæma þetta, því þá þyrfti ekki annað en fara eftir kjörskrám hreppanna í sveitarmálum. En þá er sá galli á því, að þingið fengi öðrum þetta vald í hendur en þeim, er gefa okkur þingmönnunum löggjafarvaldið, og það álít jeg ekki vera rjett. Jeg álít, að þeir einir eigi að hafa það vald að lögum, og mjer finst ekki rjett, að víkja frá reglu þeirri, er hefur ríkt í samþyktarlögunum fram að síðustu árum. Og ef þessu yrði breytt, þá fengju ýmsir atkvæðisrjett, er varðaði málið ekkert. Jeg skal sem dæmi nefna það, að vinnukona, er væri nýkomin í sveitina, ætti þá atkvæðisrjett um fskiveiðasamþyktina, og það þótt hún flytti næsta ár aftur burt úr sveitinni.

Jeg sje því ekki ástæðu til að samþykkja þessa breytingartillögu, og þar sem jeg hef heyrt heimildarlög þau, er samþykt voru hjer í fyrra um móttöku, nefnd í þessu sambandi, þá eru þau alt annars eðlis; þar er um eignarrjett að ræða, og hafa þeir einir atkvæðisrjett, er eiga eða nota móland.

Ráða vil jeg því til þess, að hin háttv. deild felli breytingartillöguna.