08.08.1913
Efri deild: 26. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (1866)

29. mál, ritsíma- og talsímakerfi Íslands

Jósef Björnsson, framsögumaður:

Nefndin hefur leyft sjer að koma fram með brtill. við 4. gr. frv. um upphæðina, er á að greiða sem ársþóknun til stöðvanna. Það, sem farið er fram á í brtill. þessum, er að lágmarkið til stöðvanna sje lækkað þannig, að það verði til 3. flokks stöðva 10 kr. í stað 20 kr. í frv. Og í sambandi við þetta er lagt til, að hámarkið sje lækkað úr 60 kr. í 50 kr. Í samræmi við þetta er brtill. um 2. flokks stöðvarnar.

Þetta hefur nefndin gert sumpart til þess, að slá varnagla við því, að gjaldið verði ofhátt, og sumpart eftir samtali við landsímastjórann, án þess þó, að það sje gert í samráði við hann. Það er ekki hans tillaga heldur nefndarinnar.

Um breytingartill. á þgskj. 318 finn jeg ekki ástæðu til að tala, fyr en hv. flutnm. hennar (H. K.) hefur gert skil fyrir henni.