09.08.1913
Efri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 492 í B-deild Alþingistíðinda. (1885)

25. mál, sjódómar og réttarfar í sjómálum

Einar Jónsson; Mjer er ekkert kappsmál um þessar brtill., en álit þær til bóta. Ef svo er, að háttv. deild skilur hið sama við orðin sveitarstjórn, sem sveitarstjórn og bæjarstjórn, þ. e. lætur orðið „sveitarstjórn“ einnig grípa yfir bæjarstjórn, þá hlýtur henni suðvitað að þykja brtill. minar óþarfar í því efni. Eftir því, sem jeg hef skilið nefndina og frumvarpið, þá skilur hún við „sveitarstjórn“ í 2. málsgrein og 4. málsgrein 2. gr. (sbr.:

„að fengnum tillögum hlutaðeigandi sveitastjórna“), bæði „bæjarstjórn“ og „sveitarstjórn“. En mjer finst sveitarstjórnarlöggjöf vor gera skýran greinarmun á bæjarstjórn og sveitarstjórn. En háttv. deild sýnir auðvitað með atkvæði sínu, hvort hún er á sama máli, og er gott að það komi skýrt í ljós.

Þá er brtill. mín við 9. gr. a., að „getur og vill“ verði „getur nje vill“. Fyrir mjer vakti eingöngu það, að snúa þessu til betra máls. Mjer þótti það blátt áfram rjettara mál, að hafa það svona, þar sem neitun var komin á undan. Hjer er verið að tala um tilfelli, er þarf að fá túlka, og þá, hvort þurfi að fá sjerstaka mann til þess. Ef einhver sjódómsmanna getur og vill túlka, þá er sjálfsagt, að hann geri það, og þarf þá ekki að kaupa túlk til þess. Ef einhver þeirra vill gera það, en getur það ekki, þá er sjálfsagt, að það verður að fá keyptan túlk. Ef einhver þeirra getur það, en vilt ekki, verður honum ekki þröngvað til þess, og er þá úr sögunni sem túlkur.

Jeg hef átt tal við lögfræðing og hann góðan um brtill. mínar, og hann sá ekkert athugavert við þær, en áleit þær allar til bóta. Hjer er eingöngu að ræða um, hvað sje skýrara og betra mál. Það skiftir því í sjálfu sjer ekki miklu, hvort þær verða samþyktar eða ekki, en heldur ætti þó að kjósa það, sem er skýrara og rjettara mál.