09.08.1913
Efri deild: 27. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 524 í B-deild Alþingistíðinda. (1903)

86. mál, aðflutningsbann á áfengi

Björn Þorláksson:

Um þetta mál er sama að segja sem hið næsta á undan; það er komið frá h. Nd. og hefur verið athugað þar og rætt.

Það er um breyting á mjög þýðingarmiklum lögum, sem, eins og kunnugt er, allmismunandi skoðanir eru á hjá þjóðinni. Jeg tel nauðsynlegt, að nefnd sje skipuð í málið, og mun bezt fyrir því sjeð, með því, að menn með mismunandi skoðanir komist í nefndina, og mun jeg því leggja til, að 5 manna nefnd sje skipuð, að lokinni umræðu.

Það sem meðal annars gerir nauðsynlegt, að málið sje athugað í nefnd, er að málaleitun hefur komið frá frönsku stjórninni hingað, um að undanþiggja sendiræðismann sinn hjer á landi frá aðflutningsbannslögunum. Hæstv. ráðherra hefur lofað að leggja brjefið með þessari málaleitun fyrir nefndina.