18.08.1913
Efri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 594 í B-deild Alþingistíðinda. (1946)

109. mál, forðagæsla

Steingr. Jónsson:

Jeg vil taka undir ummæli hv. 1. kgk. (Júl. Hav.). að það sje rjett, að líta svo á, sem hjer sje að ræða um 4. útgáfuna af horfellislögunum frá 9. febr. 1900. Og jeg held, að þetta frv. sje heldur til bóta.

Þó eru það nokkrar athugasemdir, er jeg vildi hreyfa til athugunar fyrir háttv. nefnd.

Aðalkostinn á þessu frv. tel jeg, að það fyrirskipar meira en eina skoðun. Síðast er horfellislögin voru endurskoðuð, var fyrirskipuð ein skoðun, en áður voru fyrirskipaðar tvær skoðanir. En það þoldu menn ekki. Mjer er nú spurn, þola menn nú, að þessu sje breytt aftur og skoðunum fjölgað. Það eru að vísu liðin 13 ár síðan, en það á líka að fyrirskipa þrjár skoðanir í staðinn fyrir eina.

Annað, er jeg vildi hreyfa, er það, að mjer er ekki ljóst eftir frv., hvernig eigi að haga skoðununum. Jeg sje t.d. ekki, hvenær að haustinu að skoðunin eigi að fara fram, og það tel jeg heppilegt, að eitthvert stjórnarvald ákvæði eða skipi fyrir um það. Jeg álít því, að það þyrfti að minsta kosti að taka slíkt ákvæði upp í reglugerðirnar, og ætti þá að setja eitthvert ákvæði, er heimilaði það, inn í 3. gr. frv., og vil jeg skjóta því til hv. nefndar, að lagfæra þetta til 3. umr. Jeg er hræddur um, að verði slíkt ákvæði ekki sett inn í frv., þá muni sýslunefndaroddvitar líta svo á, og það held jeg að jeg mundi gera í þeim sýslunefndum, sem jeg er oddviti í, að það væri ekki leyfilegt að taka slíkt ákvæði upp í reglugerðina. Þeir mundu líta svo á, sem forðagæzlumennirnir rjeðu því sjálfir, hvenær þeir framkvæma skoðanirnar.

Eftir horfellislögunum 9. febrúar 1900 eiga skoðanir á heyjum og búpeningi að fara fram á tímabilinu frá 1. marz til 15. maí ár hvert. Í frv. þessu er gert ráð fyrir því, að miðskoðunin fari fram upp úr miðjum vetri, og mundi það líklega verða einhvern tíma á tímabilinu frá byrjun febrúars til miðs marzmánaðar. Væri nú þessu tímatakmarki breytt þannig, að skoðunin skyldi framkvæmd einhvern tíma á tímabilinu frá því síðari hluta marzmánaðar og fram undir miðjan apríl, þá mundi sú skoðun líka geta gilt sem vorskoðun; því að jeg get ekki talið það svo mjög þýðingarmikið, að skoða fyrningar manna, að það muni borga sig að hafa skoðunarferð til þess (Hákon Kristoffersson: Þá á líka að skoða holdafar búpenings). Það má sjá það nokkurnveginn á síðari skoðunarferðinni, ef hún fer fram siðla vetrar; enda hefur það ekki mikið upp á sig að skoða holdafar á peningnum framgengnum, þá of seint að bæta úr, þó ábótavant hafi verið. Það ætti þá að vera til þess, að geta framfylgt hegningarákvæðum horfellislaganna. En auðsjáanlega er í frv. ekki lögð áherzla á það, þar sem engin sjerstök hegningarákvæði fyrir horfelli eru þar tiltekju. Aðaláherzlan er lögð á það, að reyna að forða mönnum frá heyleysi og horfelli.

Haustskoðunin er mjög nauðsynleg og má ekki missa sig. En þar sem jeg er hræddur um, að þessar þrjár skoðanir geti orðið þrepskjöldur í vegi fyrir framkvæmd laganna, hef jeg komið með þessa bendingu um að láta vorskoðunina falla niður.

Það er vafasamt, hvort það er rjett, að nefna ekki horfelli og hegningu fyrir hann í frumvarpinu ; og þótt hegningarákvæðum horfellislaganna hafi ekki oft verið beitt, þá hafa þau þó hangið sem sverð yfir höfðum manna, Og þó hegningarákvæðum horfellislaganna hafi sjaldan verið beitt, þá veit jeg þó til, að fyrir hefur það komið, t. d. í Eyjafjarðarsýslu eftir aldamótin síðustu. Aðalþýðing frv. þessa liggur auðsjáanlega í leiðbeiningunum, sem á að gefa, og harðindaviðbúnaðinum og kemur það meðal annars greinilega fram 6. gr. frv. Við þessa gr. hefi jeg annars nokkuð að athuga. Í henni stendur, að forðagæzlumenn skuli senda sýslumanni fyrir fardaga aðalskýrslu um það fardagaár, sem þá er að enda, og skal sýslumaður lesa þá skýrslu upp á næsta manntalsþingi og grenslast eftir því, hvort hún er rjett og sönn. Nú á að halda manntalsþing á tímabilinu frá 16. maí til 10.. júní. Eftir ákvæðum 6. gr. getur því hæglega svo farið, að skýrslurnar verði. ekki komnar til sýslumanns, þegar hann heldur eitthvert af manntalsþingunum það vorið, og hann því ekki geti lesið þær upp fyr en á manntalsþingi næsta vor. Og því hættara er við þessu, ef brtill. hv. nefndar „upp úr fardögum“ verður samþykt. Á þetta vil jeg leyfa mjer að benda, því það mun ekki hafa verið tilætlunin. Annað er það og, sem jeg leyfi mjer að benda á. Það er gert ráð fyrir, að sýslumaður lesi upp skýrslurnar á manntalsþingi. Þetta er miður heppilegt ákvæði, því að þar mæta oft fremur fáir. Einkum er það óheppilegt, þar sem þá um leið er slept því ákvæði horfellislaganna, að sýslumaður leggi skýrslurnar fyrir sýslunefnd til skoðunar og athugunar. Þetta var mjög þýðingarmikið atriði. Engin stjórnarvöld eru betur fallin til að fjalla um þessi mál en einmitt sýslunefnd, enda heyrir það undir hana eftir sveitarstjórnarlögunum. Þar sem jeg þekki bezt til, hefur sýslunefnd gert mikið gagn í þessu máli. Jeg vildi því mega ráða háttv. nefnd til að breyta þessu ákvæði sínu. Hinsvegar er það alveg rjett, að skipa fyrir, að skýrslurnar sjeu lesnar upp á vorhreppaskilum. Jeg var í nokkrum vafa um það, hvort það væri rjett hjá háttv. nefnd, að ætla forðagæzlumönnum ekki annað vald en að kæra bændur. Þó hallast jeg að því, að það sje rjett, því að það mundi ekki verða auðvelt að ákvarða skýrt og heppilega valdsvið þeirra, ef þeim væri fengið meira vald. En jeg hygg, að rjett væri að taka upp í lög þessi sektaákvæði líkt og í horfellislögunum 9. febr. 1900. Gætu þá forðagæzlumennirnir kært menn til sekta, þegar ástæða þætti til. Jeg er hræddur um, að það leiði sjaldan til mikils, þótt kært sje eingöngu eftir 299. gr. hegningarlaganna. Hitt verður sjálfsagt þýðingarmeira, að hafa hegningarákvæði í þessum lögum sjálfum. Þá tel jeg það óviðkunnnnlegt, að öll hegningarákvæði skuli hjer skorin eftir sömu línu, hvort heldur er að ræða um horfelli eða vanrækslu forðagæzlumanna. Í horfellislögunum 9. febr. 1900 var gerður munur á þessu tvennu, og er það vafalaust rjettara, að halda enn þeirri tvískifting. Það er líka, eins og vænta mátti, alveg rjett athugað hjá háttv. 1. kgk. (J. H.), að í frv. ætti að standa einfalt fangelsi, en ekki að eins fangelsi. Það of óákveðið. Þetta vona jeg háttv. nefnd taki til greina.

Jeg er því meðmæltur, að frv. þetta verði að lögum, og vona, að breyting sú, sem hjer er ráðgerð á horfellislögunum geti orðið til bóta. Einkum og sjer í lagi hef jeg trú á, að þessi lög geti að haldi komið, ef það kemst á, að landstjórninni sje á hendur falið, að sjá á einn eða annan veg fyrir því, að kornforðabirgðir til skepnufóðurs sjeu til, þar sem hægt er að nálgast þær.

Jeg skal geta þess. að jeg kann ekki við það, sem stendur í framhaldsnefndarálitinu, að það sje á allra manna vitorði, að síðan lögin (nr. 7, 1900) gengu í gildi, hafi það borið við, að fjenaður hafi fallið úr hor í ýmsum sveitum landsins, og verið allmikil brögð að því. Þetta þykir mjer helzt til hörð fullyrðing frá nefndarinnar hálfu, ekki sízt þegar henni er beint til allra sveita, án þess að nokkrar sann anir sjeu færðar fyrir henni.

Jeg get af meiri kunnugleik en nokkur Í annar háttv. þm. dæmt um, að þessi um mæli geta ekki með sanni náð til Þingeyjarsýslu. Samkvæmt skyldu minni hef jeg á hverju manntalsþingi í 16 ár grenslast eftir skepnuhöldum manna, og aldrei fundið ástæðu til að draga menn fyrir lög og dóm samkvæmt horfellislögunum. Jeg má því fullyrða, að hin hörðu ummæli nefndarálitsins ná ekki til Þingeyjarsýslu, og sama mun vera óhætt að segja um Eyjafjarðarsýslu. Í þessum tveim sýslum búa um 13000 manns, og finst mjer það hart fyrir þá, að verða fyrir ámæli þessu, og því hef jeg ekki viljað láta því ómótmælt.

Yfir höfuð fanst mjer háttv. framsm. (G. G.) mála ástandið með helzt til svörtum litum. Það villir og er sízt til bóta; eflaust hollast að mála myndina sem rjettasta. Mjer skildist á háttv. framsm. (G. G.), að honum fyndist hagur manna vera að versna. Hann kvað menn vera skuldugri nú en áður, og lánstraust á förum. Í mínu hjeraði er þessu ekki þannig farið. Jeg hef verið töluvert kunnugur hag manna þar, fram undir mannsaldur, og jeg veit, að skuldir við verzlanir eru þar mun minni nú, en þær voru 1880–90. Það getur verið, að öðruvísi sje ástatt í Strandasýslu með þetta. Að vísu skulda margir í bönkum nú, sem eigi gerðu það þá. En því fje hefur að miklu leyti verið varið til nytsamra og arðvænlegra fyrirtækja.

Jeg vona, að háttv. nefnd taki bendingar mínar til athugunar, og mun jeg því hiklaust greiða atkvæði með, að málið gangi til 3. umræðu.