21.08.1913
Efri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 628 í B-deild Alþingistíðinda. (1988)

3. mál, fjáraukalög 1912 og 1913

Hákon Kristoffersson:

Jeg hef leyft mjer að koma fram með brtill. á þgskj. 501.

Fyrsti stafliður tillögunnar fer fram á. að færa „karbid“, sem víða er notað sem eldsneyti, í 1. flokk. Eldsneyti þetta er nú orðið mjög notað í þarfir sjávarútvegsins, og jeg veit, að það er samkvæmt ósk og vilja útgerðarmanna, að þetta verði svo sem hjer er farið fram á, og mjer finst ekkert á. móti því, að verða við þeim óskum. Annars er það sannfæring mín, að sem minst af vörum eigi að vera undanskilið tolli, en þá heldur að hafa tollinn lágan, ef svo sýnist. Og jeg álít, að menn ættu fremur að hafa það fyrir sugum, að lagfæra flokkaskipunina, heldur en að fá vörur undanfeldar. Jeg vona að þessi litla breyting fái hinar beztu undirtektir í háttv. deild.

Stafliður b er um, að 7. málsgrein falli. burt, og í sambandi við þann staflið er næsti stafliður. Jeg lít svo á, að bátar, einkum mótorbátar, ættu að vera undanþegnir tolli, því við þurfum þeirra mjög svo með, og tollur á þeim gæti komiðhart niður á báteigendum. Og þar sem háttv. nefnd er mjer samdóma um þetta,. þar sem leirpípur til húsagerðar eru undanskildar tolli, sem jeg álít þó ástæðulaust, þá vænti jeg, að þessi tillaga fái góðan byr hjer í deildinni.

Jeg finn ekki ástæðu til að mæla frekar með þessum tillögum, en treysti góðgjarnri athugun og sanngirni háttv. deildarmanna.