04.07.1913
Neðri deild: 3. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 26 í C-deild Alþingistíðinda. (20)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Ráðherrann (H. H.):

Viðvíkjandi því nýtízkubragði, sem háttv. síðasti ræðumaður nefndi það, að telja afborganir af útlánum viðlagasjóðs tekju megin, vil eg taka það fram, að það er í fullu samræmi við það sem gert er um önnur Verðbréf landsjóðs. Og viðlagasjóðurinn er allur í verðbréfum. Munurinn er sá einn, að annað er almenn veðskuldabréf með veði í fasteign, er lánþegar greiða vexti af, en bankavaxtabréfin eru skuldabréf, með tryggingu í veðbréfaeign bankans, og greiðir bankinn vexti af þeim. Það er beint til þess ætlast, að til vaxta og afborgana af því lápi, sem tekið var til bankavaxtabréfakaupa, gangi ekki aðeins vextirnir, sem bankinn borgar af bankavaxtabréfum, heldur einnig þau bréf, sem út eru dregin, þ. e. afborganir af bankaskuldabréfum. Þegar vextir og afborganir af láninu frá 1909 eru færð til gjalda í fjárlögum, verður því einnig að sjálfsögðu að færa tekjur fyrir útdregin bréf, þ. e. afborganir af verðbréfaeign, til tekna, ef rétt á að verða, og á sama hátt Virðist eiga að fara um um afborganir af Viðlagasjóðaskuldabréfum.

Háttv. þingm. mintist enn fremur á viðskiftaráðunautinn. Eg álít ekki til neina að fara nákvæmlega út í það atriði á þessu stigi málsins. Stjórninni var ekki ljóst, að það starf kæmi að því gagni að til þess væri eyðandi svo hárri upphæð. Hins vegar hafði henni borist til eyrna tillaga um annað fyrirkomulag á starfinu, en sem þó var ekki svo skýr, að stjórnin sæi sér fært að byggja á henni þegar frumv. var samið. Býst eg við, að hún komi fram nú á þinginu.