16.07.1913
Neðri deild: 12. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í C-deild Alþingistíðinda. (200)

14. mál, vitagjald

Framsögumaður (Bjarni Jónsson):

Þrátt fyrir röksemdirnar, sem fram hafa komið, get eg ekki skilið annað en að eg hafi rétt fyrir mér. Eg á botnvörpung og hefi hann alt af hér við land og nota vita landsins. Fiskinn flyt eg til Reykjavíkur og sel hann þar dönskum eða enskum fiskikaupmanni,. Annar maður á botnvörpung. Hann flytur fisk sinn á erlendan markað 10 sinnum á ári. Eg borga einu sinni 37 kr., hann borgar 10 sinnum 37 kr. í vitagjald. Það er ekki annað en sekt fyrir það að flytja sjálfur vöru sína á markað erlendis.

Þetta síðasta um stefnu Alþingis í vegamálunum kemur ekki í bága við það, að vitar ættu helzt að vera endurgjaldslausir af notendunum. Því að fyrst og fremst hefi eg aldrei kannast við, að sú stefna Alþingis væri rétt, og svo er það alt annað að hreppssjóðir kosti Viðhald Veganna eða þeir sem um vegina fara.